Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. júlí 2025 07:02 Bolli Már Bjarnason ásamt móður sinni Jónu Hrönn Bolladóttur. Bolli ræddi við Kraft um að vera aðstandandi manneskju með krabbameins. Aðsend „Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er alls konar,“ segir hinn 33 ára gamli uppistandari og útvarpsmaður Bolli Bjarnason. Móðir hans Jóna Hrönn Bolladóttir prestur greindist með krabbamein í september 2024 og segir Bolli að hann hafi upplifað breytt ástand innra með sér og tilfinningar sem hann þekkti ekki. Fjölskyldan heldur þó fast í jákvæðni og húmorinn. Bolli er einn af þeim kraftmiklu viðmælendum sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem kom út á dögunum og má finna hér. Óþekkt tilfinning Bolli mætti sem uppistandari á Kröftuga strákastund hjá Krafti í mars. Í lok kvölds var hann þó orðinn einn af strákunum og sagði sögu sína sem aðstandandi. Bolli ræddi við Kraft um upplifun sína af að vera ungur aðstandandi og reynslu sína af Krafti. Hann segist hafa upplifað breytt ástand innra með sér þegar mamma hans greindist með krabbamein og fundið einhverja nýja tilfinningu sem hann hafði ekki fundið áður. „Ég varð hræddur og grét mikið fyrstu dagana,“ segir Bolli. Óþægilegast fannst honum að hafa enga stjórn og þurfa bara að sætta sig við að þurfa að díla við þá tilfinningu að fjölskyldan þyrfti bara að vona það besta. Hann segir tímann hafa þó unnið með sér og segist hafa aðlagast breyttum raunveruleika hratt, sem er svo magnað við mannskepnuna, bendir hann á. „Ég fór að stjórna betur hugsunum mínum, heimsótti þær þegar ég vildi, gat lokað á þær þegar ég þurfti á því að halda og sinnt hlutum af krafti - því lífið heldur jú auðvitað áfram þrátt fyrir allt.“ Ég hafði aldrei heyrt menn tala svona Á Kröftugri strákastund í mars var Bolli fenginn til að vera með uppistand en kvöldið endaði með að hann deildi sjálfur sögu sinni sem aðstandandi. Aðspurður um upplifun sína af kvöldinu segir hann hana hafa verið sterka og fallega. „Ég hafði aldrei heyrt menn tala svona fyrir framan mig. Það var kraftmikil tilfinning að sjá svona unga, frambærilega menn lýsa sinni baráttu, menn sem voru alls ekki að búast við því að fá krabbamein og því inngripi sem það er.“ Bolli á kröftugri strákastund Krafts. Róbert Arnar Ottason Bolli segir kvöldið hafa hreyft við sér og eftir viðburðinn hafi hann gengið út með von í brjósti. Magnað fannst honum að heyra þessa ungu menn, sem honum fannst hann tengja við, tala um hvernig þeim tókst að sigrast á sínu krabbameini og komið undan því með fallega sýn á lífið og þá gjöf sem það er. „Auðvitað sló þetta mann einnig. Þessi ódauðleika tilfinning sem maður hefur sem ungur maður, hún fjarar út með árunum. Ég viðurkenni alveg að ég syrgi smá þá gömlu tilfinningu, en á sama tíma er ég þakklátur að finna mikilvægið í að láta dagana telja, elska og lifa af krafti“. Stutt en góð kynni af Krafti Bolli hefur ekki löng kynni af Krafti en er þó málefninu vel kunnur og lék hann meðal annars eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu auglýsingu Mottumars. Hann segir kynni sín af Krafti hafa verið stutt en góð. Bolli fór með aðalhlutverk í Mottumars auglýsingunni. Aðsend Hann talar um hvernig Kraftur hefur höfðað til sín, félagið sé opið og nútímalegt, grípur fólk og miðlar boðskapnum á smekklegan hátt. „Þetta er auðvitað flókið ferli sem margir fara í gegnum en ásýndin og skilaboðin í kringum starfið hjá Krafti eru góð og skýr - allt sem kemur frá Krafti er gott.“ Maður má vera hamingjusamur þó það sé skuggi Sem aðstandandi segir Bolli það mikilvægasta sé að leyfa sér að upplifa sorgina. „Það er skellur þegar einhver sem þú elskar veikist og það má bara vera það. Á sama tíma er mikilvægt að reyna að lyfta sér og öðrum upp í jákvæðni í hversdagsleikanum. Húmor hjálpar mér í öllum aðstæðum, það er svo gott að hlæja saman. Það er mikilvægt að hafa samtalið heiðarlegt. Oft viljum við, aðstandendur, gera allt rétt. Við viljum svo innilega hjálpa og vera til staðar en stundum er flókið að finna út hvað viðkomandi þarf.“ Bolli talar um að þá sé mikilvægt að spyrja þann sem er veikur: Hvað þarftu? Hvernig get ég létt undir með þér? „Og það er auðvitað líka þannig stundum að sá sem er veikur vilji bara smá tíma með sjálfum sér eða bara með maka. Það má ekki vera með neina viðkvæmni í þeim efnum, við þurfum bara að virða það. Svo má maður alveg vera hamingjusamur og lifa lífinu af alefli þó að það sé skuggi. Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er allskonar og það er gott að fá ekki samviskubit yfir því að líða vel í erfiðleikum. Eitthvað eitt útilokar ekki annað.“ Krabbamein Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Bolli er einn af þeim kraftmiklu viðmælendum sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem kom út á dögunum og má finna hér. Óþekkt tilfinning Bolli mætti sem uppistandari á Kröftuga strákastund hjá Krafti í mars. Í lok kvölds var hann þó orðinn einn af strákunum og sagði sögu sína sem aðstandandi. Bolli ræddi við Kraft um upplifun sína af að vera ungur aðstandandi og reynslu sína af Krafti. Hann segist hafa upplifað breytt ástand innra með sér þegar mamma hans greindist með krabbamein og fundið einhverja nýja tilfinningu sem hann hafði ekki fundið áður. „Ég varð hræddur og grét mikið fyrstu dagana,“ segir Bolli. Óþægilegast fannst honum að hafa enga stjórn og þurfa bara að sætta sig við að þurfa að díla við þá tilfinningu að fjölskyldan þyrfti bara að vona það besta. Hann segir tímann hafa þó unnið með sér og segist hafa aðlagast breyttum raunveruleika hratt, sem er svo magnað við mannskepnuna, bendir hann á. „Ég fór að stjórna betur hugsunum mínum, heimsótti þær þegar ég vildi, gat lokað á þær þegar ég þurfti á því að halda og sinnt hlutum af krafti - því lífið heldur jú auðvitað áfram þrátt fyrir allt.“ Ég hafði aldrei heyrt menn tala svona Á Kröftugri strákastund í mars var Bolli fenginn til að vera með uppistand en kvöldið endaði með að hann deildi sjálfur sögu sinni sem aðstandandi. Aðspurður um upplifun sína af kvöldinu segir hann hana hafa verið sterka og fallega. „Ég hafði aldrei heyrt menn tala svona fyrir framan mig. Það var kraftmikil tilfinning að sjá svona unga, frambærilega menn lýsa sinni baráttu, menn sem voru alls ekki að búast við því að fá krabbamein og því inngripi sem það er.“ Bolli á kröftugri strákastund Krafts. Róbert Arnar Ottason Bolli segir kvöldið hafa hreyft við sér og eftir viðburðinn hafi hann gengið út með von í brjósti. Magnað fannst honum að heyra þessa ungu menn, sem honum fannst hann tengja við, tala um hvernig þeim tókst að sigrast á sínu krabbameini og komið undan því með fallega sýn á lífið og þá gjöf sem það er. „Auðvitað sló þetta mann einnig. Þessi ódauðleika tilfinning sem maður hefur sem ungur maður, hún fjarar út með árunum. Ég viðurkenni alveg að ég syrgi smá þá gömlu tilfinningu, en á sama tíma er ég þakklátur að finna mikilvægið í að láta dagana telja, elska og lifa af krafti“. Stutt en góð kynni af Krafti Bolli hefur ekki löng kynni af Krafti en er þó málefninu vel kunnur og lék hann meðal annars eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu auglýsingu Mottumars. Hann segir kynni sín af Krafti hafa verið stutt en góð. Bolli fór með aðalhlutverk í Mottumars auglýsingunni. Aðsend Hann talar um hvernig Kraftur hefur höfðað til sín, félagið sé opið og nútímalegt, grípur fólk og miðlar boðskapnum á smekklegan hátt. „Þetta er auðvitað flókið ferli sem margir fara í gegnum en ásýndin og skilaboðin í kringum starfið hjá Krafti eru góð og skýr - allt sem kemur frá Krafti er gott.“ Maður má vera hamingjusamur þó það sé skuggi Sem aðstandandi segir Bolli það mikilvægasta sé að leyfa sér að upplifa sorgina. „Það er skellur þegar einhver sem þú elskar veikist og það má bara vera það. Á sama tíma er mikilvægt að reyna að lyfta sér og öðrum upp í jákvæðni í hversdagsleikanum. Húmor hjálpar mér í öllum aðstæðum, það er svo gott að hlæja saman. Það er mikilvægt að hafa samtalið heiðarlegt. Oft viljum við, aðstandendur, gera allt rétt. Við viljum svo innilega hjálpa og vera til staðar en stundum er flókið að finna út hvað viðkomandi þarf.“ Bolli talar um að þá sé mikilvægt að spyrja þann sem er veikur: Hvað þarftu? Hvernig get ég létt undir með þér? „Og það er auðvitað líka þannig stundum að sá sem er veikur vilji bara smá tíma með sjálfum sér eða bara með maka. Það má ekki vera með neina viðkvæmni í þeim efnum, við þurfum bara að virða það. Svo má maður alveg vera hamingjusamur og lifa lífinu af alefli þó að það sé skuggi. Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er allskonar og það er gott að fá ekki samviskubit yfir því að líða vel í erfiðleikum. Eitthvað eitt útilokar ekki annað.“
Krabbamein Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira