Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. júlí 2025 07:02 Bolli Már Bjarnason ásamt móður sinni Jónu Hrönn Bolladóttur. Bolli ræddi við Kraft um að vera aðstandandi manneskju með krabbameins. Aðsend „Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er alls konar,“ segir hinn 33 ára gamli uppistandari og útvarpsmaður Bolli Bjarnason. Móðir hans Jóna Hrönn Bolladóttir prestur greindist með krabbamein í september 2024 og segir Bolli að hann hafi upplifað breytt ástand innra með sér og tilfinningar sem hann þekkti ekki. Fjölskyldan heldur þó fast í jákvæðni og húmorinn. Bolli er einn af þeim kraftmiklu viðmælendum sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem kom út á dögunum og má finna hér. Óþekkt tilfinning Bolli mætti sem uppistandari á Kröftuga strákastund hjá Krafti í mars. Í lok kvölds var hann þó orðinn einn af strákunum og sagði sögu sína sem aðstandandi. Bolli ræddi við Kraft um upplifun sína af að vera ungur aðstandandi og reynslu sína af Krafti. Hann segist hafa upplifað breytt ástand innra með sér þegar mamma hans greindist með krabbamein og fundið einhverja nýja tilfinningu sem hann hafði ekki fundið áður. „Ég varð hræddur og grét mikið fyrstu dagana,“ segir Bolli. Óþægilegast fannst honum að hafa enga stjórn og þurfa bara að sætta sig við að þurfa að díla við þá tilfinningu að fjölskyldan þyrfti bara að vona það besta. Hann segir tímann hafa þó unnið með sér og segist hafa aðlagast breyttum raunveruleika hratt, sem er svo magnað við mannskepnuna, bendir hann á. „Ég fór að stjórna betur hugsunum mínum, heimsótti þær þegar ég vildi, gat lokað á þær þegar ég þurfti á því að halda og sinnt hlutum af krafti - því lífið heldur jú auðvitað áfram þrátt fyrir allt.“ Ég hafði aldrei heyrt menn tala svona Á Kröftugri strákastund í mars var Bolli fenginn til að vera með uppistand en kvöldið endaði með að hann deildi sjálfur sögu sinni sem aðstandandi. Aðspurður um upplifun sína af kvöldinu segir hann hana hafa verið sterka og fallega. „Ég hafði aldrei heyrt menn tala svona fyrir framan mig. Það var kraftmikil tilfinning að sjá svona unga, frambærilega menn lýsa sinni baráttu, menn sem voru alls ekki að búast við því að fá krabbamein og því inngripi sem það er.“ Bolli á kröftugri strákastund Krafts. Róbert Arnar Ottason Bolli segir kvöldið hafa hreyft við sér og eftir viðburðinn hafi hann gengið út með von í brjósti. Magnað fannst honum að heyra þessa ungu menn, sem honum fannst hann tengja við, tala um hvernig þeim tókst að sigrast á sínu krabbameini og komið undan því með fallega sýn á lífið og þá gjöf sem það er. „Auðvitað sló þetta mann einnig. Þessi ódauðleika tilfinning sem maður hefur sem ungur maður, hún fjarar út með árunum. Ég viðurkenni alveg að ég syrgi smá þá gömlu tilfinningu, en á sama tíma er ég þakklátur að finna mikilvægið í að láta dagana telja, elska og lifa af krafti“. Stutt en góð kynni af Krafti Bolli hefur ekki löng kynni af Krafti en er þó málefninu vel kunnur og lék hann meðal annars eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu auglýsingu Mottumars. Hann segir kynni sín af Krafti hafa verið stutt en góð. Bolli fór með aðalhlutverk í Mottumars auglýsingunni. Aðsend Hann talar um hvernig Kraftur hefur höfðað til sín, félagið sé opið og nútímalegt, grípur fólk og miðlar boðskapnum á smekklegan hátt. „Þetta er auðvitað flókið ferli sem margir fara í gegnum en ásýndin og skilaboðin í kringum starfið hjá Krafti eru góð og skýr - allt sem kemur frá Krafti er gott.“ Maður má vera hamingjusamur þó það sé skuggi Sem aðstandandi segir Bolli það mikilvægasta sé að leyfa sér að upplifa sorgina. „Það er skellur þegar einhver sem þú elskar veikist og það má bara vera það. Á sama tíma er mikilvægt að reyna að lyfta sér og öðrum upp í jákvæðni í hversdagsleikanum. Húmor hjálpar mér í öllum aðstæðum, það er svo gott að hlæja saman. Það er mikilvægt að hafa samtalið heiðarlegt. Oft viljum við, aðstandendur, gera allt rétt. Við viljum svo innilega hjálpa og vera til staðar en stundum er flókið að finna út hvað viðkomandi þarf.“ Bolli talar um að þá sé mikilvægt að spyrja þann sem er veikur: Hvað þarftu? Hvernig get ég létt undir með þér? „Og það er auðvitað líka þannig stundum að sá sem er veikur vilji bara smá tíma með sjálfum sér eða bara með maka. Það má ekki vera með neina viðkvæmni í þeim efnum, við þurfum bara að virða það. Svo má maður alveg vera hamingjusamur og lifa lífinu af alefli þó að það sé skuggi. Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er allskonar og það er gott að fá ekki samviskubit yfir því að líða vel í erfiðleikum. Eitthvað eitt útilokar ekki annað.“ Krabbamein Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Bolli er einn af þeim kraftmiklu viðmælendum sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem kom út á dögunum og má finna hér. Óþekkt tilfinning Bolli mætti sem uppistandari á Kröftuga strákastund hjá Krafti í mars. Í lok kvölds var hann þó orðinn einn af strákunum og sagði sögu sína sem aðstandandi. Bolli ræddi við Kraft um upplifun sína af að vera ungur aðstandandi og reynslu sína af Krafti. Hann segist hafa upplifað breytt ástand innra með sér þegar mamma hans greindist með krabbamein og fundið einhverja nýja tilfinningu sem hann hafði ekki fundið áður. „Ég varð hræddur og grét mikið fyrstu dagana,“ segir Bolli. Óþægilegast fannst honum að hafa enga stjórn og þurfa bara að sætta sig við að þurfa að díla við þá tilfinningu að fjölskyldan þyrfti bara að vona það besta. Hann segir tímann hafa þó unnið með sér og segist hafa aðlagast breyttum raunveruleika hratt, sem er svo magnað við mannskepnuna, bendir hann á. „Ég fór að stjórna betur hugsunum mínum, heimsótti þær þegar ég vildi, gat lokað á þær þegar ég þurfti á því að halda og sinnt hlutum af krafti - því lífið heldur jú auðvitað áfram þrátt fyrir allt.“ Ég hafði aldrei heyrt menn tala svona Á Kröftugri strákastund í mars var Bolli fenginn til að vera með uppistand en kvöldið endaði með að hann deildi sjálfur sögu sinni sem aðstandandi. Aðspurður um upplifun sína af kvöldinu segir hann hana hafa verið sterka og fallega. „Ég hafði aldrei heyrt menn tala svona fyrir framan mig. Það var kraftmikil tilfinning að sjá svona unga, frambærilega menn lýsa sinni baráttu, menn sem voru alls ekki að búast við því að fá krabbamein og því inngripi sem það er.“ Bolli á kröftugri strákastund Krafts. Róbert Arnar Ottason Bolli segir kvöldið hafa hreyft við sér og eftir viðburðinn hafi hann gengið út með von í brjósti. Magnað fannst honum að heyra þessa ungu menn, sem honum fannst hann tengja við, tala um hvernig þeim tókst að sigrast á sínu krabbameini og komið undan því með fallega sýn á lífið og þá gjöf sem það er. „Auðvitað sló þetta mann einnig. Þessi ódauðleika tilfinning sem maður hefur sem ungur maður, hún fjarar út með árunum. Ég viðurkenni alveg að ég syrgi smá þá gömlu tilfinningu, en á sama tíma er ég þakklátur að finna mikilvægið í að láta dagana telja, elska og lifa af krafti“. Stutt en góð kynni af Krafti Bolli hefur ekki löng kynni af Krafti en er þó málefninu vel kunnur og lék hann meðal annars eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu auglýsingu Mottumars. Hann segir kynni sín af Krafti hafa verið stutt en góð. Bolli fór með aðalhlutverk í Mottumars auglýsingunni. Aðsend Hann talar um hvernig Kraftur hefur höfðað til sín, félagið sé opið og nútímalegt, grípur fólk og miðlar boðskapnum á smekklegan hátt. „Þetta er auðvitað flókið ferli sem margir fara í gegnum en ásýndin og skilaboðin í kringum starfið hjá Krafti eru góð og skýr - allt sem kemur frá Krafti er gott.“ Maður má vera hamingjusamur þó það sé skuggi Sem aðstandandi segir Bolli það mikilvægasta sé að leyfa sér að upplifa sorgina. „Það er skellur þegar einhver sem þú elskar veikist og það má bara vera það. Á sama tíma er mikilvægt að reyna að lyfta sér og öðrum upp í jákvæðni í hversdagsleikanum. Húmor hjálpar mér í öllum aðstæðum, það er svo gott að hlæja saman. Það er mikilvægt að hafa samtalið heiðarlegt. Oft viljum við, aðstandendur, gera allt rétt. Við viljum svo innilega hjálpa og vera til staðar en stundum er flókið að finna út hvað viðkomandi þarf.“ Bolli talar um að þá sé mikilvægt að spyrja þann sem er veikur: Hvað þarftu? Hvernig get ég létt undir með þér? „Og það er auðvitað líka þannig stundum að sá sem er veikur vilji bara smá tíma með sjálfum sér eða bara með maka. Það má ekki vera með neina viðkvæmni í þeim efnum, við þurfum bara að virða það. Svo má maður alveg vera hamingjusamur og lifa lífinu af alefli þó að það sé skuggi. Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er allskonar og það er gott að fá ekki samviskubit yfir því að líða vel í erfiðleikum. Eitthvað eitt útilokar ekki annað.“
Krabbamein Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira