„Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2025 06:39 Matthías Matthíasson segir unga fanga helst vera þá sem beiti ofbeldi. Vísir Ungir fangar er líklegasti hópurinn til að beita fangaverði ofbeldi og erfiðast er að ná til þeirra. Teymisstjóri segir um indæla menn að ræða sem fái þrátt fyrir það stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir. Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01