Geðheilbrigði

Fréttamynd

Landsréttur og geðheilbrigði í Víglínunni

Umræður og fréttir af nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra til sín í Víglínuna í dag. Þá ræðir hann einnig við Svein Rúnar Hauksson lækni um geðheilbrigðismál en hann kallar m.a. eftir afnámi laga sem heimila að þvinga sjúklinga til að taka lyf.

Innlent
Fréttamynd

Gott sam­fé­lag tryggir gott geð­heil­brigði

Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs.

Skoðun
Fréttamynd

Áföll hafa litað líf Birgittu Haukdal

Birgitta Haukdal er einhver mesta poppstjarna sem til hefur verið hér á landi en er í dag einnig rithöfundur. Hún ræðir um lífið og tilveruna við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Bæði eru þau frá Húsavík og þekkjast vel og hafa gert í mörg ár.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var oft hrædd um hann“

Eftir skyndilegt andlát Gísla Rúnars Jónssonar ákvað stjúpdóttir hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að koma fram opinberlega og ræða á gagnrýninn hátt um stöðu geðheilbrigðismála hér á landi. Gísli Rúnar svipti sig lífi í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Svörum kallinu

Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkur orð um mikil­vægi geð­greininga

Reglulega heyrast þær raddir að óeðlileg aukning hafi orðið í greiningum á geðröskunum undanfarin ár og minnstu frávik, sem áður þóttu eðlileg, orðið sjúkdómsvædd.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hægt að fara of lengi áfram á hnefanum

„Ef maður vinnur ekki jafnt og þétt í gegnum þetta og byrjar að fá aðstoð eins fljótt og hægt er, að þá tekur maður það bara út mun erfiðara og verra, sjokkið sem kemur eftir á,“ segir Gísli Álfgeirsson. Olga eiginkona Gísla greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og barðist í sjö ár. Hún lést í júlí á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Sköpum skemmti­legri for­eldra!

Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi.

Skoðun
Fréttamynd

Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda

Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband.

Innlent
Fréttamynd

Geðheilbrigði

Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á okkar samfélagi. Við erum nánast öll í stöðugri aðlögun, nýjar reglur og ný viðmið sem taka stöðugum breytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Geðheilsa, atvinna og menntun

Þessi málefni, í þessari forgangsröðun, eru þrjú helstu áhyggjuefni forystu samtaka ungs fólks í OECD löndunum þegar kemur að áhrifum Covid-19 faraldursins.

Skoðun
Fréttamynd

Líf í húfi

Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019.

Skoðun
Fréttamynd

Sá ekki tilgang þess að vera til

Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá.

Lífið
Fréttamynd

Bið­listar enn og aftur - hvernig endar þetta?

Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta“

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir var fertug þegar 16 ára sonur hennar, Orri Ómarsson, féll fyrir eigin hendi í janúarmánuði árið 2010. Guðrún Jóna segir umræðuna um sjálfsvíg vera skammt á veg komna hér á landi og finnst vanta opinskáa umræðu um málefnið en sjálf hefur hún á undanförnum árum lagt áherslu á að vera til staðar fyrir aðra sem misst hafa ástvini í sjálfsvíg.

Lífið
Fréttamynd

„Færum geðið inn í ljósið“

Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið.

Innlent
Fréttamynd

Að rækta andlega heilsu

Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt.

Skoðun
Fréttamynd

Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi

Dr. Robin Carhart-Harris sem er sérfræðingur í rannsóknum á ofskynjunarlyfjum segir þær meðferðir, sem rannsóknarteymi hans hjá Imperial College í London hafi framkvæmt á þunglyndissjúklingum á undanförnum árum, hafa skilað markverðum árangri. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við hann í útvarpsþættinum Harmageddon í gær.

Harmageddon