Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit segir það engin lögmál að heilsan versni þegar aldur hækkar. Enda mælast lífgildi þeirra sem eru yngri en 25 ára oft verri en hjá foreldrum. Um daginn var til dæmis 91 árs gömul kona í stöðutékki hjá Greenfit sem mældist með hesta heilsu. Hún kom vegna þess að hún var að setja sér markmið til næstu fimm ára. Vísir/Vilhelm „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. Lukka segir mörgum bregða við að heyra þetta en mikilvægt sé að horfa til þess að allir á öllum aldri geti bætt heilsuna sína og þannig aukið líkurnar á lengri heilbrigðri ævi. „Við eigum að taka ábyrgð á heilsunni okkar og stýra henni. Enda engin ástæða til þess að dauðinn sé að læðast að okkur fimmtán til tuttugu árum áður en við yfirgefum þessa jarðvist. Það geta allir alltaf bætt heilsuna okkar því sannleikurinn er sá að heilsan er að langmestu leyti í okkar eigin höndum.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um þriðja æviskeiðið. Í gær var rætt við þríeykið sem stendur fyrir Magnavitanáminu fyrir fólk sem nálgast eða er komið á þriðja æviskeiðið. Næstu sunnudaga verður rætt við fólk sem hefur valið ólíkar leiðir á þriðja æviskeiðinu. Heilsa er ekki bara heppni Í janúar næstkomandi hefst Magnavitanám í Háskólanum í Reykjavík sem ætlað er fyrir fólk sem nálgast þriðja æviskeiðið eða er komið á það. Námið er eins árs nám sem byggir á tíu mismunandi námskeiðum. Kennt er á þriðjudögum og er hvert námskeið í þrjá daga. Innifalið er stöðutaka á heilsu, þoli og styrk í upphafi náms og í lok þess sem Greenfit sér um. Þá verður Lukka með ýmsa fræðslu fyrir nemendur enda segir Lukka mikilvægt að efla heilsulæsi hjá fólki. Sem rímar vel við þann texta á vefsíðu Greenfit þar sem segir: „Heilsa er ekki bara heppni.“ „Við getum stjórnað heilsunni eins og öllu öðru. Það sem við þurfum hins vegar að gera er að taka ábyrgð á okkar eigin heilsu,“ segir Lukka og bætir við: „Ég er sjálf að verða 52 ára og upplifi mig kornunga. Fyrir mér er þriðja æviskeiðið því tímabil til að hlakka til. Hvernig sem við kjósum að verja tímanum þegar að þessu tímabili kemur þá er grunnundirstaðan alltaf að við séum heilbrigð og við góða líkamlega og andlega heilsu.“ Lukka segir að auðvitað eigi það sama við um heilsuna eins og allt annað: Við getum öll lent í óvæntum áföllum. En að öðru leyti sé gott fyrir fólk að hugsa um heilsuna eins og það hugsar um aðra hluti. „Við erum svo vel upplýst um allt. Hvað við erum með í laun, hver eignastaðan okkar er eða í hvað stefnir með fjárhagsstöðuna á efri árum. Það sama ætti að gilda um heilsuna. En þar eru margir í myrkrinu og átta sig ekki á að við þurfum að þekkja lykiltölur heilsunnar ekki síður en fjárhagsins.“ Og það er aldrei of seint að byrja: Til dæmis var 91 árs gömul kona hjá okkur um daginn. Hún mældist við frábæra heilsu og var sjálf að koma til okkar vegna þess að hún var að setja sér markmið fyrir næstu fimm árin.“ Lukka nefnir Elísabetu Englandsdrottningu og síðustu myndbirtinguna af henni, þremur dögum áður en hún lést, sem dæmi um hvernig eðlilegast er að dauðinn banki upp á. Þegar að við erum háöldruð og enn að. Þess vegna sé svo mikilvægt að fólk taki stjórn á sinni eigin heilsu og það sem fyrst.AP/JANE BARLOW Ekkert gagn af því að sópa sannleikanum undir teppið Lukka segist sjálf mjög heilluð af þeirri hugmyndafræði sem Magnavitasamfélagið byggir á, þar sem markmiðið er að efla og byggja upp fólk sem er að nálgast eða á þriðja æviskeiði. Við plönum mjög mikið fram í tímann; til dæmis að gifta okkur, í hverju við viljum mennta okkur, barneignir, við hvað við viljum starfa og svo framvegis. En síðan þegar kemur að þriðja æviskeiðinu myndast tómarúm sem þó hljómar furðulega þegar þriðjungur af ævinni er eftir. Tímabil sem getur verið svo frábært uppskerutímabil ef við erum við góða heilsu.“ Þá segir hún Magnavitanámið falla vel að þeim markmiðum og gildum sem Greenfit vinnur almennt að. „Yfirlýst markmið hjá okkur í Greenfit og í þessu námi er að brúa bilið á milli heilbrigðrar ævi og ævilengdar. Við erum að verða langlífari og það er svo mikilvægt að huga að undirstöðunum og hvernig við ætlum að skipuleggja þetta þriðja æviskeið. Vandamálið sé hins vegar að huga ekki að undirstöðunum fyrr og þá helst alla ævi. „Það er eins með heilsuna og svo margt annað í lífinu að þar gildir orðatiltækið „Við uppskerum því sem við sáum.“ Enda eru engin lögmál sem segja að heilsan verði verri með hækkandi aldri. Fólk er að bæta heilsu, úthald og margt fleira fram eftir öllum aldri. Og þótt eitthvað kæmi upp þá gildir það sama með heilsuna og áföll af öðrum toga, til dæmis fjárhagsstöðu: Því betri sem undirstöðurnar eru, því betur erum við í stakk búin til að takast á við hið óvænta.“ Hér segir hún þó aðeins vanta upp á heiðarleikann í orðfærinu. Við tölum mikið um lífstílssjúkdóma, ósmitbæra sjúkdóma og alls kyns fleira í þessum dúr. En við megum ekki haga orðfærinu okkar þannig að það fari að fría okkur frá sannleikanum. Því staðreyndin er sú að við þurfum að taka meiri ábyrgð á okkar eigin heilsu. Að sópa sannleikanum undir teppið gerir ekkert gagn, hann kemur þá bara í ljós síðar.“ Lukka segir aldrei of seint að byrja að huga að heilsunni og alltaf sé hægt að bæta hana. Fyrst og fremst þurfi hugarfarið að vera þannig að fólk beri ábyrgð á sinni eigin heilsu. Enda gagnist það ekkert að sópa sannleikanum undir teppið og milda hann með orðfæri eins og lífstílssjúkdómum og fleira.Vísir/Vilhelm Viltu verða hress 100 ára? Á vefsíðu Greenfit segir: Okkar markmið er að bæta heilsulæsi, vinna í forvörnum og fræðslu og hjálpa Íslendingum að verða heilbrigðasta þjóð í heimi. Vilt þú vera hress hundrað ára? Og þótt heilsubrestir séu oft aldurstengdir segist Lukka sjálf hafa meiri áhyggjur af unga fólkinu en því eldra. „Þegar tölfræðin er skoðuð erum við nálægt Ameríkönunum. Í dag erum við fast á hælum þeirra en við munum ná þeim því staðan á börnum og ungmennum á Íslandi er bara engan veginn nógu góð.“ Ertu þá að tala um ofþyngd? „Nei alls ekki bara ofþyngd því ofþyngd er bara ein birtingarmyndin sem við erum að sjá.“ Þá segir Lukka hraðar breytingar í samfélaginu svo miklar að fólk átti sig ekki endilega á því hvaða áhrif breytingarnar hafa. „Foreldrar eru kannski með samviskubit yfir því að vera reka börnin út að leika því staðreyndin er auðvitað sú að börn í dag er sú kynslóð sem er að alast upp með tækninni. Að því leytinu til er staða fólks á miðjum aldri betri en þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Þess vegna þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það að ef krakkarnir eru lítið úti fyrir þarf þó alla vega að passa vel upp á að þau séu að taka D-vítamín.“ En nú er staðan til dæmis mun betri á Norðurlöndunum en hér, hvað heldur þú að valdi því? Ég get alveg svarað því í einu orði og það er með orðinu Ofgnótt. Við vælum pínu mikið í lúxuslandi þar sem helsta áskorunin felst í að kunna okkur hóf. Því hér þurfa fæstir að hafa mikið fyrir því að eiga ofan í sig, en við erum hömlulaus og afleiðingin af því er versnandi heilsa yngri kynslóða.“ Að þessu sögðu segir Lukka því stöðuna nokkuð góða hjá þeim markópi sem Magnavitanámið. „Kynslóðin sem er að nálgast þriðja æviskeiðið hefur ágætis tækifæri til þess að verða 100 ára. Ég er hins vegar ekki eins bjartsýn á að sú kynslóð komist á hjúkrunarheimili því ef við höldum áfram á sömu braut eru allar líkur á því að brátt fari að vanta fólk í öll störf því sístækkandi hópur glímir við heilsuleysi.“ Þá segir hún reynslu Greenfit vera að konur séu mun meðvitaðari um heilsu en karlmenn. „Við fáum oft til okkar hjón og þá er það áberandi að komurnar eru oft vegna þess að það er konan sem er að leiða þá heimsókn. Og oft fylgja með upplýsingar frá körlunum að konurnar séu alltaf að segja þeim að taka þetta eða gera hitt til að huga betur að heilsunni. Það er kannski ákveðið samhengi í þessu og þeirri staðreynd að konur lifa að meðaltali þremur árum lengur en karlmenn.“ Lukka segir mælingar á lífgildum líka oft leiða í ljós að vandinn er ekkert endilega mikill. „Fólk kemur kannski til okkar og segist hafa glímt við ofþreytu og verki í tíu ár. Síðan kemur bara í ljós að það er við hestaheilsu en vantar bara járn. Stundum er því ósköp einfalt að laga hlutina og upplifa betri líðan og meiri lífsgæði.“ Þetta sé auðvitað einfalt dæmi en aðalmálið sé að það að vera upplýstur um lífgildin sín geri fólki alltaf auðveldara með að setja sér markmið um framhaldið. Og þar sé aldrei of seint að byrja. „Sjáum nú síðustu myndbirtinguna af Elísabetu Bretadrottningu áður en hún lést. Þar sem hún er þremur dögum áður en hún dó standandi við hlið forsætisráðherra, sem reyndar var nú ekki lengi í embætti. Síðan dó hún, þótt eflaust megi ekki tala mikið um dauðann. En svona á hann nú samt að vera. Við eigum að stefna að því að vera hress og heilbrigð fram til dauðadags og gera allt sem okkur langar til. Drekka rauðvín með vinkonu eða fara á skíði ef því er að skipta. En deyja síðan háhöldruð og helst án þess að hafa búið við þá lífsskerðingu að vera veik og með verki í mörg ár eða jafnvel áratugi á undan.“ Heilsa Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Eldri borgarar Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Lukka segir mörgum bregða við að heyra þetta en mikilvægt sé að horfa til þess að allir á öllum aldri geti bætt heilsuna sína og þannig aukið líkurnar á lengri heilbrigðri ævi. „Við eigum að taka ábyrgð á heilsunni okkar og stýra henni. Enda engin ástæða til þess að dauðinn sé að læðast að okkur fimmtán til tuttugu árum áður en við yfirgefum þessa jarðvist. Það geta allir alltaf bætt heilsuna okkar því sannleikurinn er sá að heilsan er að langmestu leyti í okkar eigin höndum.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um þriðja æviskeiðið. Í gær var rætt við þríeykið sem stendur fyrir Magnavitanáminu fyrir fólk sem nálgast eða er komið á þriðja æviskeiðið. Næstu sunnudaga verður rætt við fólk sem hefur valið ólíkar leiðir á þriðja æviskeiðinu. Heilsa er ekki bara heppni Í janúar næstkomandi hefst Magnavitanám í Háskólanum í Reykjavík sem ætlað er fyrir fólk sem nálgast þriðja æviskeiðið eða er komið á það. Námið er eins árs nám sem byggir á tíu mismunandi námskeiðum. Kennt er á þriðjudögum og er hvert námskeið í þrjá daga. Innifalið er stöðutaka á heilsu, þoli og styrk í upphafi náms og í lok þess sem Greenfit sér um. Þá verður Lukka með ýmsa fræðslu fyrir nemendur enda segir Lukka mikilvægt að efla heilsulæsi hjá fólki. Sem rímar vel við þann texta á vefsíðu Greenfit þar sem segir: „Heilsa er ekki bara heppni.“ „Við getum stjórnað heilsunni eins og öllu öðru. Það sem við þurfum hins vegar að gera er að taka ábyrgð á okkar eigin heilsu,“ segir Lukka og bætir við: „Ég er sjálf að verða 52 ára og upplifi mig kornunga. Fyrir mér er þriðja æviskeiðið því tímabil til að hlakka til. Hvernig sem við kjósum að verja tímanum þegar að þessu tímabili kemur þá er grunnundirstaðan alltaf að við séum heilbrigð og við góða líkamlega og andlega heilsu.“ Lukka segir að auðvitað eigi það sama við um heilsuna eins og allt annað: Við getum öll lent í óvæntum áföllum. En að öðru leyti sé gott fyrir fólk að hugsa um heilsuna eins og það hugsar um aðra hluti. „Við erum svo vel upplýst um allt. Hvað við erum með í laun, hver eignastaðan okkar er eða í hvað stefnir með fjárhagsstöðuna á efri árum. Það sama ætti að gilda um heilsuna. En þar eru margir í myrkrinu og átta sig ekki á að við þurfum að þekkja lykiltölur heilsunnar ekki síður en fjárhagsins.“ Og það er aldrei of seint að byrja: Til dæmis var 91 árs gömul kona hjá okkur um daginn. Hún mældist við frábæra heilsu og var sjálf að koma til okkar vegna þess að hún var að setja sér markmið fyrir næstu fimm árin.“ Lukka nefnir Elísabetu Englandsdrottningu og síðustu myndbirtinguna af henni, þremur dögum áður en hún lést, sem dæmi um hvernig eðlilegast er að dauðinn banki upp á. Þegar að við erum háöldruð og enn að. Þess vegna sé svo mikilvægt að fólk taki stjórn á sinni eigin heilsu og það sem fyrst.AP/JANE BARLOW Ekkert gagn af því að sópa sannleikanum undir teppið Lukka segist sjálf mjög heilluð af þeirri hugmyndafræði sem Magnavitasamfélagið byggir á, þar sem markmiðið er að efla og byggja upp fólk sem er að nálgast eða á þriðja æviskeiði. Við plönum mjög mikið fram í tímann; til dæmis að gifta okkur, í hverju við viljum mennta okkur, barneignir, við hvað við viljum starfa og svo framvegis. En síðan þegar kemur að þriðja æviskeiðinu myndast tómarúm sem þó hljómar furðulega þegar þriðjungur af ævinni er eftir. Tímabil sem getur verið svo frábært uppskerutímabil ef við erum við góða heilsu.“ Þá segir hún Magnavitanámið falla vel að þeim markmiðum og gildum sem Greenfit vinnur almennt að. „Yfirlýst markmið hjá okkur í Greenfit og í þessu námi er að brúa bilið á milli heilbrigðrar ævi og ævilengdar. Við erum að verða langlífari og það er svo mikilvægt að huga að undirstöðunum og hvernig við ætlum að skipuleggja þetta þriðja æviskeið. Vandamálið sé hins vegar að huga ekki að undirstöðunum fyrr og þá helst alla ævi. „Það er eins með heilsuna og svo margt annað í lífinu að þar gildir orðatiltækið „Við uppskerum því sem við sáum.“ Enda eru engin lögmál sem segja að heilsan verði verri með hækkandi aldri. Fólk er að bæta heilsu, úthald og margt fleira fram eftir öllum aldri. Og þótt eitthvað kæmi upp þá gildir það sama með heilsuna og áföll af öðrum toga, til dæmis fjárhagsstöðu: Því betri sem undirstöðurnar eru, því betur erum við í stakk búin til að takast á við hið óvænta.“ Hér segir hún þó aðeins vanta upp á heiðarleikann í orðfærinu. Við tölum mikið um lífstílssjúkdóma, ósmitbæra sjúkdóma og alls kyns fleira í þessum dúr. En við megum ekki haga orðfærinu okkar þannig að það fari að fría okkur frá sannleikanum. Því staðreyndin er sú að við þurfum að taka meiri ábyrgð á okkar eigin heilsu. Að sópa sannleikanum undir teppið gerir ekkert gagn, hann kemur þá bara í ljós síðar.“ Lukka segir aldrei of seint að byrja að huga að heilsunni og alltaf sé hægt að bæta hana. Fyrst og fremst þurfi hugarfarið að vera þannig að fólk beri ábyrgð á sinni eigin heilsu. Enda gagnist það ekkert að sópa sannleikanum undir teppið og milda hann með orðfæri eins og lífstílssjúkdómum og fleira.Vísir/Vilhelm Viltu verða hress 100 ára? Á vefsíðu Greenfit segir: Okkar markmið er að bæta heilsulæsi, vinna í forvörnum og fræðslu og hjálpa Íslendingum að verða heilbrigðasta þjóð í heimi. Vilt þú vera hress hundrað ára? Og þótt heilsubrestir séu oft aldurstengdir segist Lukka sjálf hafa meiri áhyggjur af unga fólkinu en því eldra. „Þegar tölfræðin er skoðuð erum við nálægt Ameríkönunum. Í dag erum við fast á hælum þeirra en við munum ná þeim því staðan á börnum og ungmennum á Íslandi er bara engan veginn nógu góð.“ Ertu þá að tala um ofþyngd? „Nei alls ekki bara ofþyngd því ofþyngd er bara ein birtingarmyndin sem við erum að sjá.“ Þá segir Lukka hraðar breytingar í samfélaginu svo miklar að fólk átti sig ekki endilega á því hvaða áhrif breytingarnar hafa. „Foreldrar eru kannski með samviskubit yfir því að vera reka börnin út að leika því staðreyndin er auðvitað sú að börn í dag er sú kynslóð sem er að alast upp með tækninni. Að því leytinu til er staða fólks á miðjum aldri betri en þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Þess vegna þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það að ef krakkarnir eru lítið úti fyrir þarf þó alla vega að passa vel upp á að þau séu að taka D-vítamín.“ En nú er staðan til dæmis mun betri á Norðurlöndunum en hér, hvað heldur þú að valdi því? Ég get alveg svarað því í einu orði og það er með orðinu Ofgnótt. Við vælum pínu mikið í lúxuslandi þar sem helsta áskorunin felst í að kunna okkur hóf. Því hér þurfa fæstir að hafa mikið fyrir því að eiga ofan í sig, en við erum hömlulaus og afleiðingin af því er versnandi heilsa yngri kynslóða.“ Að þessu sögðu segir Lukka því stöðuna nokkuð góða hjá þeim markópi sem Magnavitanámið. „Kynslóðin sem er að nálgast þriðja æviskeiðið hefur ágætis tækifæri til þess að verða 100 ára. Ég er hins vegar ekki eins bjartsýn á að sú kynslóð komist á hjúkrunarheimili því ef við höldum áfram á sömu braut eru allar líkur á því að brátt fari að vanta fólk í öll störf því sístækkandi hópur glímir við heilsuleysi.“ Þá segir hún reynslu Greenfit vera að konur séu mun meðvitaðari um heilsu en karlmenn. „Við fáum oft til okkar hjón og þá er það áberandi að komurnar eru oft vegna þess að það er konan sem er að leiða þá heimsókn. Og oft fylgja með upplýsingar frá körlunum að konurnar séu alltaf að segja þeim að taka þetta eða gera hitt til að huga betur að heilsunni. Það er kannski ákveðið samhengi í þessu og þeirri staðreynd að konur lifa að meðaltali þremur árum lengur en karlmenn.“ Lukka segir mælingar á lífgildum líka oft leiða í ljós að vandinn er ekkert endilega mikill. „Fólk kemur kannski til okkar og segist hafa glímt við ofþreytu og verki í tíu ár. Síðan kemur bara í ljós að það er við hestaheilsu en vantar bara járn. Stundum er því ósköp einfalt að laga hlutina og upplifa betri líðan og meiri lífsgæði.“ Þetta sé auðvitað einfalt dæmi en aðalmálið sé að það að vera upplýstur um lífgildin sín geri fólki alltaf auðveldara með að setja sér markmið um framhaldið. Og þar sé aldrei of seint að byrja. „Sjáum nú síðustu myndbirtinguna af Elísabetu Bretadrottningu áður en hún lést. Þar sem hún er þremur dögum áður en hún dó standandi við hlið forsætisráðherra, sem reyndar var nú ekki lengi í embætti. Síðan dó hún, þótt eflaust megi ekki tala mikið um dauðann. En svona á hann nú samt að vera. Við eigum að stefna að því að vera hress og heilbrigð fram til dauðadags og gera allt sem okkur langar til. Drekka rauðvín með vinkonu eða fara á skíði ef því er að skipta. En deyja síðan háhöldruð og helst án þess að hafa búið við þá lífsskerðingu að vera veik og með verki í mörg ár eða jafnvel áratugi á undan.“
Heilsa Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Eldri borgarar Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01
Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01
Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00
Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00