Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 07:30 Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna. Fyrir skömmu var tilkynnt að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert einhliða rammasamning við sálfræðinga um þjónustuna. Þó kemur hvergi fram hversu miklu fjármagni stendur til að verja til málsins. Þá kemur heldur ekki nógu skýrt fram hverjir geta notið niðurgreiddu þjónustunnar eða hve margir tímar af sálfræðimeðferð fást niðurgreiddir. Sálfræðingar hafa gagnrýnt þetta og spurt hvers vegna samtalið við stéttina hafi ekki verið meira en þetta. Samningurinn er skref í rétta átt en því miður virðist sem upphaflegum markmiðum frumvarpsins hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Ýmsum spurningum er líka enn ósvarað. Slík óvissa kemur sér afar illa fyrir sálfræðinga og ekki síst skjólstæðinga þeirra. Um leið og frekari skýringa er þörf er sömuleiðis mikilvægt að aðgengi að þjónustunni verði aukið enn frekar, eins og lagt var upp með í byrjun, enda þörfin mikil og vandamálin aðkallandi. Andleg heilsa á að vera metin jöfn líkamlegri heilsu. Því er ekki nema sjálfsagt að þjónustan sé veitt eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Öllu máli skiptir að almenningur hafi greiðan aðgang að aðstoð, ekki síst ungt og tekjulágt fólk sem hingað til hefur þurft að neita sér um þessa lífsnauðsynlegu þjónustu, með tilheyrandi afleiðingum fyrir hópana sjálfa og samfélagið í heild, eins og við sjáum helst í hrakandi geðheilsu og vaxandi örorku. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Skyldur okkar í stjórnmálum eru því ríkar. Málinu þarf að fylgja eftir af fullum krafti svo tryggja megi viðunandi þjónustu fyrir alla hópa óháð aðstæðum og efnahag. Gleymum ekki að góðu samfélagi ber að tryggja gott geðheilbrigði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna. Fyrir skömmu var tilkynnt að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert einhliða rammasamning við sálfræðinga um þjónustuna. Þó kemur hvergi fram hversu miklu fjármagni stendur til að verja til málsins. Þá kemur heldur ekki nógu skýrt fram hverjir geta notið niðurgreiddu þjónustunnar eða hve margir tímar af sálfræðimeðferð fást niðurgreiddir. Sálfræðingar hafa gagnrýnt þetta og spurt hvers vegna samtalið við stéttina hafi ekki verið meira en þetta. Samningurinn er skref í rétta átt en því miður virðist sem upphaflegum markmiðum frumvarpsins hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Ýmsum spurningum er líka enn ósvarað. Slík óvissa kemur sér afar illa fyrir sálfræðinga og ekki síst skjólstæðinga þeirra. Um leið og frekari skýringa er þörf er sömuleiðis mikilvægt að aðgengi að þjónustunni verði aukið enn frekar, eins og lagt var upp með í byrjun, enda þörfin mikil og vandamálin aðkallandi. Andleg heilsa á að vera metin jöfn líkamlegri heilsu. Því er ekki nema sjálfsagt að þjónustan sé veitt eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Öllu máli skiptir að almenningur hafi greiðan aðgang að aðstoð, ekki síst ungt og tekjulágt fólk sem hingað til hefur þurft að neita sér um þessa lífsnauðsynlegu þjónustu, með tilheyrandi afleiðingum fyrir hópana sjálfa og samfélagið í heild, eins og við sjáum helst í hrakandi geðheilsu og vaxandi örorku. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Skyldur okkar í stjórnmálum eru því ríkar. Málinu þarf að fylgja eftir af fullum krafti svo tryggja megi viðunandi þjónustu fyrir alla hópa óháð aðstæðum og efnahag. Gleymum ekki að góðu samfélagi ber að tryggja gott geðheilbrigði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun