Sálfræðiþjónusta á heilsugæslu Gyða Dögg Einarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:01 Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun