Play

Fréttamynd

Play opnar úti­bú í Litháen

Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play

Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hryllings­sagna­beiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttar­fé­lag

Í tölvu­pósti sem Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) sendi á flug­liða sem starfa hjá flug­fé­laginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flug­freyju­fé­lag Ís­lands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa sam­band við sam­bandið. „Það er alltaf vel­komið að hafa sam­band við okkur per­sónu­lega, í síma eða tölvu­pósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jóns­son, for­stjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfs­mönnum hans tölvu­pósta þar sem væri óskað eftir „hryllings­sögum“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play er enginn leikur fyrir launa­fólk

Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum.

Skoðun
Fréttamynd

Play nælir í sölu­sér­fræðing frá Icelandair

Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs Play og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóhann Óskar ráðinn yfirflugstjóri PLAY

Jóhann Óskar Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirflugstjóri hjá flugfélaginu PLAY. Jóhann hefur komið víða við í fluggeiranum en hann hefur starfað hjá fjórum öðrum flugfélögum ásamt því að hafa setið í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir starfs­fólki Play engir afar­kostir settir

Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verk­föll eru það síðasta sem ferða­þjónustan þarf á að halda

Verk­föll hjá flug­um­ferðar­stjórum væru það síðasta sem ferða­þjónusta og flug­iðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jóns­sonar, for­stjóra PLAY. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra (FÍF) á­kveður í dag hvort ráðist verði í verk­falls­að­gerðir á þriðju­daginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verk­falls­að­gerðir á næstunni.

Innlent