Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2023 23:40 Gestum býðst að skoða flugvélar í návígi. Myndin er frá flugsýningu árið 2019. Sigurður Kristjánsson „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. „Stjarna sýningarinnar verður listflugmaðurinn Luke Penner en hann er mikill Íslandsvinur sem hefur kennt fjölmörgum Íslendingum listflug á síðastliðnum árum,“ segir Matthías en nánar má fræðast um hann hér. Stærsta flugvélin á sýningunni verður væntanlega TF-PLC, 214 sæta Airbus A321 farþegaþota flugfélagsins Play. Hún er jafnframt sú nýjasta í flugflota Íslendinga, kom til landsins beint úr flugvélaverksmiðju Airbus í Hamborg í fyrrakvöld. Hún mun lenda á Reykjavíkurflugvelli en einnig taka sýningarflug yfir borginni. Nýjasta flugvél íslenska flugflotans, Airbus A321, sem afhent var Play í Hamborg á miðvikudag, verður til sýnis á Reykjavíkurflugvelli.KMU Forystumenn Flugmálafélagsins freista þess að fá Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél frá bandaríska hernum á sýninguna en slíkar vélar hafa jafnan haft viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Þátttaka kafbátaleitarvélar hefur þó ekki verið staðfest en aðalflugbrautin í Reykjavík er nægilega stór fyrir slíka flugvél, sem er í raun hernaðarútgáfa af Boeing 737-800. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, verður bæði til sýnis á jörðinni og á lofti. Það verður í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á því að skoða vélina á flugsýningu. Listflug verður sýnt á svifflugu.Sigurður Kristjánsson Af öðrum sýningaratriðum má nefna þyrluflug, listflug á svifflugu og tog á svifflugu, kappflug dróna, fisflug, gírókopta, svifvæng, paramótor og flugtök og lendingar svokallaðra STOL-véla, sem þurfa óvenju stutta braut. Icelandair sýnir Dash-vél úr innanlandsfluginu, Landhelgisgæslan mætir á svæðið og einnig vél Isavia. Elsta flugvélin verður sennilega tvívængjan TF-OLD, sem var smíðuð árið 1946. Sýningarsvæðið á flugvellinum við Loftleiðahótelið verður opnað klukkan 12 á hádegi en flugsýningin hefst klukkan 13. Aðgangur er ókeypis. Nánar má fræðast um sýninguna á sérstakri heimasíðu. Mælt er með því að fólk mæti snemma til að tryggja sér bílastæði sem finna má víða í nágrenninu. Hér má sjá svipmyndir frá flugsýningu árið 2018: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Airbus Boeing Play Icelandair Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Stjarna sýningarinnar verður listflugmaðurinn Luke Penner en hann er mikill Íslandsvinur sem hefur kennt fjölmörgum Íslendingum listflug á síðastliðnum árum,“ segir Matthías en nánar má fræðast um hann hér. Stærsta flugvélin á sýningunni verður væntanlega TF-PLC, 214 sæta Airbus A321 farþegaþota flugfélagsins Play. Hún er jafnframt sú nýjasta í flugflota Íslendinga, kom til landsins beint úr flugvélaverksmiðju Airbus í Hamborg í fyrrakvöld. Hún mun lenda á Reykjavíkurflugvelli en einnig taka sýningarflug yfir borginni. Nýjasta flugvél íslenska flugflotans, Airbus A321, sem afhent var Play í Hamborg á miðvikudag, verður til sýnis á Reykjavíkurflugvelli.KMU Forystumenn Flugmálafélagsins freista þess að fá Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél frá bandaríska hernum á sýninguna en slíkar vélar hafa jafnan haft viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Þátttaka kafbátaleitarvélar hefur þó ekki verið staðfest en aðalflugbrautin í Reykjavík er nægilega stór fyrir slíka flugvél, sem er í raun hernaðarútgáfa af Boeing 737-800. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, verður bæði til sýnis á jörðinni og á lofti. Það verður í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á því að skoða vélina á flugsýningu. Listflug verður sýnt á svifflugu.Sigurður Kristjánsson Af öðrum sýningaratriðum má nefna þyrluflug, listflug á svifflugu og tog á svifflugu, kappflug dróna, fisflug, gírókopta, svifvæng, paramótor og flugtök og lendingar svokallaðra STOL-véla, sem þurfa óvenju stutta braut. Icelandair sýnir Dash-vél úr innanlandsfluginu, Landhelgisgæslan mætir á svæðið og einnig vél Isavia. Elsta flugvélin verður sennilega tvívængjan TF-OLD, sem var smíðuð árið 1946. Sýningarsvæðið á flugvellinum við Loftleiðahótelið verður opnað klukkan 12 á hádegi en flugsýningin hefst klukkan 13. Aðgangur er ókeypis. Nánar má fræðast um sýninguna á sérstakri heimasíðu. Mælt er með því að fólk mæti snemma til að tryggja sér bílastæði sem finna má víða í nágrenninu. Hér má sjá svipmyndir frá flugsýningu árið 2018:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Airbus Boeing Play Icelandair Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent