Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 16:56 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent