Mannréttindi

Fréttamynd

Ís­land hástökkvari í mál­efnum hin­segin fólks

Þær gleðifréttir bárust í gær að Ísland hefur tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe) og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Frá 2018 hefur Ísland því farið upp um 16 sæti á Regnbogakortinu en það ár var Ísland í 18. sæti. 

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttinda­stofnun verður að veru­leika

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land hástökkvari á Regnbogakortinu

Ísland er einn af hástökkvurunum Regnbogakorts ILGA-Europe, regnhlífarsamtaka yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu í ár, og fer upp í annað sæti úr því fimmta. Í tilkynningu kemur fram að Ísland uppfylli nú um 83 prósen af þeim viðmiðum sem ILGA-Europe setur.

Innlent
Fréttamynd

Garð­bæingur á í­myndunar­bömmer í Nígeríu

Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver.

Skoðun
Fréttamynd

Má ég taka þátt … í lífinu?

Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Best ef for­seti hefur ekki verið í stjórn­mála­starfi

Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, kaus gegn Icesave og telur mikilvægt að forseti Íslands sé hlutlaus og óháður. Betra sé að hann hafi ekki verið í stjórnmálastarfi. Hún segist munu beita málskotsrétti ef skýr vilji þjóðar er fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffi­hús

Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús.

Lífið
Fréttamynd

Allt­of mörg börn misstu af bólu­setningu við mis­lingum

Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttindi sama hvað

Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni?

Skoðun
Fréttamynd

Vill geta vísað flótta­fólki úr landi innan tveggja sólar­hringa

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum að fá ein­hver við­brögð“

Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 

Innlent
Fréttamynd

Skrif­stofa Al­þingis tekur dóm MDE til skoðunar

Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót fyrir mann­réttindi og loftslagsvána

Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána.

Skoðun
Fréttamynd

Hægt að fagna bæði upp­risu Jesú og trans fólki á sama tíma

Forseti Trans Ísland segir ekkert óvænt við orðræðu Repúblikana í Bandaríkjunum um að forseti landsins, Joe Biden, taki trans fólk fram yfir Jesú með því að mæla með því að almenningur standi með trans fólki á alþjóðlegum sýnileikadegi þeirra, í dag Páskadag. 

Innlent
Fréttamynd

Palestínskar konur í broddi fylkingar

Frelsi og mannréttindi palestínskra kvenna verða í forgrunni í kvennagöngu sem gengin verður frá Arnarhóli síðdegis í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skipuleggjandi hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna, það hafi sjaldan verið mikilvægara.

Innlent
Fréttamynd

Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast

Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016.

Erlent
Fréttamynd

Hróp og köll gerð að Bjarna

Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. 

Innlent