NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Lovísa Arnardóttir skrifar 11. apríl 2025 06:21 Þrír mótmælenda fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu á vettvangi eftir að lögregla beitti piparúða á mótmælum þann 31. maí í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. „Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
„Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.
Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33
Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07
Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04
„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02