Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 13:35 Snorri segir Þorbjörgu Sigríði og Viðreisn hafa heldur betur komið úr skápnum þegar ráðherra birtist með „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“, óbreytt frá Vinstri grænum, að sögn Snorra. Vísir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta. „Viðreisn hefur alveg tekið við keflinu þarna. Ráðherra staðfesti það. Gekk hjá hlæjandi meðan ég var að flytja mína ræðu og staðfesti þannig í raun að þannig væri í pottinn búið. Hún hlustaði ekki einu sinni á ræðu mína,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið þá fluttust jafnréttismálin frá forsætisráðuneytinu yfir í dómsmálaráðuneytið þegar ný ríkisstjórn tók við og sagði Þorbjörg Sigríður af því tilefni að hún væri stolt af því að vera ráðherra þessara mikilvægu málaflokka. Þorbjörg Sigríður tók við jafnréttismálunum þegar ný ríkisstjórn við og sagðist við það tækifæri, á Instagram, vera stolt af því að hafa tekið við svo mikilvægum málaflokki og birti mynd af starfsfólki jafnréttis og mannréttinda í ráðuneytinu.instagram Snorri segir að í ræðu sinni hafi hann rakið atriði sem í hans huga eru hvert öðru fáránlegra. Hann segir ljóst að þó Viðreisn hafi ekki haft hátt um jafnlaunavottunina í kosningabaráttunni þá hviki Viðreisn hvergi frá því að hún sé góð og gild þrátt fyrir að vísindalega sé sannað að hún hafi engu skilað. Stjórnlyndi Viðreisnar þekkir engin takmörk Og áfram skal haldið: „Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir,“ segir Snorri meðal annars. En hann birti á Facebook-síðu sinni punkta upp úr ræðu sinni: Viðreisn hefur þar með sýnt og sannað að hann sé stjórnlyndur fram í fingurgóma: „Já, ég verð að segja, það kemur flatt uppá mig að markaðssinnaður flokkur sem á mögulega að heita hægra megin við miðjuna og hefur stefnu til að standa gegn forræðishyggju hvers konar og stjórnlyndi skuli án þess að depla auga taka upp áætlanir okkar stjórnlyndustu vinstri flokka. Þar sem markmiðið er að ríkisvaldið leggi upp með einhvers konar opinbera hugmyndafræði og beiti öllum tiltækum ráðum til að knýja þá hugmyndafræði í gegn. Þetta er auðvitað í andstöðu við frjálslynda hugmyndafræði. “ Snorri segir að það hafi komið sér á óvart hversu menn á þingi eru óttaslegnir að leggja orð í belg um þessi mál sem vilja einfaldlega fljóta í gegn án umræðu. Vilja ráða því hvað fólk hugsar og hvernig það hegðar sér Þá segir þingmaðurinn að yfirlýst markmið sé ætíð voðalega göfugt en það sé augljóst að raunverulega markmiðið er: „Að ákveða með einum eða öðrum hætti fyrir borgara hvernig þeir eigi að hugsa og hegða sér.“ Snorri Másson rak upp stór augu þegar hann tók eftir því að Viðreisn er með svo gott sem óbreytta jafnréttisáætlun frá Vinstri grænum.vísir/vilhelm Snorri er hlessa og líkir þessu við „cartel“ eða mafíu, þá í tengslum við vottunarbransann. Sem hann segir heldur betur skjóta skökku við nú á tímum þegar konur gegni bókstaflega öllum æðstu embættum þjóðarinnar: „Á tímum þar sem leiðréttur launamunur á milli karla og kvenna mælist 3,6 prósent - sem sagt varla marktækur ef tekið er tillit til fjölbreyttra lífsákvarðana fólks - og á tímum þar sem 58 prósent kvenna er með háskólamenntun - og aðeins 31 prósent karla er með háskólamenntun. Á tímum þar sem framhaldsskólar eru með kynjakvóta til að sýna hinum ólæsu drengjum mildi í inntökuferlinu, og á tímum þar sem algert lagalegt jafnrétti á milli karla og kvenna hefur í áratugi ríkt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og ekkert bendir til að neinn vilji breyta því.“ Alltaf megi teygja sig lengra Snorri segir að það felist því ákveðin hugarleikfimi að halda því fram að hér hafi orðið mikið „bakslag“ í réttindum kvenna. En það megi alltaf teygja sig - það megi alltaf færa rök fyrir bakslaginu, eins og er gert með fjölbreyttum hætti í þessari jafnréttisáætlun hæstvirts dómsmálaráðherra. „Úr því að allur þessi jafnréttisárangur hefur náðst á helstu sviðum erum við núna sannarlega komin út í smáatriðin í leit að bakslaginu. Ekkert svið samfélagsins er þeirri vinnu óviðkomandi. Hver er til dæmis staðan þegar kemur að rafbílaeign yfirstéttarinnar? Ríkir jafnrétti þar eða verður ríkisvaldið að grípa inn í eigin inngrip?“ spyr Snorri meðal annars. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
„Viðreisn hefur alveg tekið við keflinu þarna. Ráðherra staðfesti það. Gekk hjá hlæjandi meðan ég var að flytja mína ræðu og staðfesti þannig í raun að þannig væri í pottinn búið. Hún hlustaði ekki einu sinni á ræðu mína,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið þá fluttust jafnréttismálin frá forsætisráðuneytinu yfir í dómsmálaráðuneytið þegar ný ríkisstjórn tók við og sagði Þorbjörg Sigríður af því tilefni að hún væri stolt af því að vera ráðherra þessara mikilvægu málaflokka. Þorbjörg Sigríður tók við jafnréttismálunum þegar ný ríkisstjórn við og sagðist við það tækifæri, á Instagram, vera stolt af því að hafa tekið við svo mikilvægum málaflokki og birti mynd af starfsfólki jafnréttis og mannréttinda í ráðuneytinu.instagram Snorri segir að í ræðu sinni hafi hann rakið atriði sem í hans huga eru hvert öðru fáránlegra. Hann segir ljóst að þó Viðreisn hafi ekki haft hátt um jafnlaunavottunina í kosningabaráttunni þá hviki Viðreisn hvergi frá því að hún sé góð og gild þrátt fyrir að vísindalega sé sannað að hún hafi engu skilað. Stjórnlyndi Viðreisnar þekkir engin takmörk Og áfram skal haldið: „Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir,“ segir Snorri meðal annars. En hann birti á Facebook-síðu sinni punkta upp úr ræðu sinni: Viðreisn hefur þar með sýnt og sannað að hann sé stjórnlyndur fram í fingurgóma: „Já, ég verð að segja, það kemur flatt uppá mig að markaðssinnaður flokkur sem á mögulega að heita hægra megin við miðjuna og hefur stefnu til að standa gegn forræðishyggju hvers konar og stjórnlyndi skuli án þess að depla auga taka upp áætlanir okkar stjórnlyndustu vinstri flokka. Þar sem markmiðið er að ríkisvaldið leggi upp með einhvers konar opinbera hugmyndafræði og beiti öllum tiltækum ráðum til að knýja þá hugmyndafræði í gegn. Þetta er auðvitað í andstöðu við frjálslynda hugmyndafræði. “ Snorri segir að það hafi komið sér á óvart hversu menn á þingi eru óttaslegnir að leggja orð í belg um þessi mál sem vilja einfaldlega fljóta í gegn án umræðu. Vilja ráða því hvað fólk hugsar og hvernig það hegðar sér Þá segir þingmaðurinn að yfirlýst markmið sé ætíð voðalega göfugt en það sé augljóst að raunverulega markmiðið er: „Að ákveða með einum eða öðrum hætti fyrir borgara hvernig þeir eigi að hugsa og hegða sér.“ Snorri Másson rak upp stór augu þegar hann tók eftir því að Viðreisn er með svo gott sem óbreytta jafnréttisáætlun frá Vinstri grænum.vísir/vilhelm Snorri er hlessa og líkir þessu við „cartel“ eða mafíu, þá í tengslum við vottunarbransann. Sem hann segir heldur betur skjóta skökku við nú á tímum þegar konur gegni bókstaflega öllum æðstu embættum þjóðarinnar: „Á tímum þar sem leiðréttur launamunur á milli karla og kvenna mælist 3,6 prósent - sem sagt varla marktækur ef tekið er tillit til fjölbreyttra lífsákvarðana fólks - og á tímum þar sem 58 prósent kvenna er með háskólamenntun - og aðeins 31 prósent karla er með háskólamenntun. Á tímum þar sem framhaldsskólar eru með kynjakvóta til að sýna hinum ólæsu drengjum mildi í inntökuferlinu, og á tímum þar sem algert lagalegt jafnrétti á milli karla og kvenna hefur í áratugi ríkt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og ekkert bendir til að neinn vilji breyta því.“ Alltaf megi teygja sig lengra Snorri segir að það felist því ákveðin hugarleikfimi að halda því fram að hér hafi orðið mikið „bakslag“ í réttindum kvenna. En það megi alltaf teygja sig - það megi alltaf færa rök fyrir bakslaginu, eins og er gert með fjölbreyttum hætti í þessari jafnréttisáætlun hæstvirts dómsmálaráðherra. „Úr því að allur þessi jafnréttisárangur hefur náðst á helstu sviðum erum við núna sannarlega komin út í smáatriðin í leit að bakslaginu. Ekkert svið samfélagsins er þeirri vinnu óviðkomandi. Hver er til dæmis staðan þegar kemur að rafbílaeign yfirstéttarinnar? Ríkir jafnrétti þar eða verður ríkisvaldið að grípa inn í eigin inngrip?“ spyr Snorri meðal annars.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent