Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 09:45 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, þegar hann heimsótti landamærin að Belarús um helgina. Vísir/EPA Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. Lögin veita pólskum stjórnvöldum heimild til þess að afnema réttinn til þess að leita hælis í allt að sextíu daga í senn. Donald Tusk forsætisráðherra lagði fast að Andrzej Duda forseta að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Duda ritaði undir í gær þrátt fyrir að hann hefði áður lýst yfir áhyggjum af því að lögin gerði andófsfólki í Belarús erfiðara fyrir að flýja einræðisríkið. Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin segir lögin brjóta alþjóðalög og evrópsk lög. Evrópusambandið ætti að grípa til aðgerða gegn pólskum stjórnvöldum. Stjórn Tusk hefur sagt að lögunum yrði aðeins beitt til þess að stöðva tímabundið hælisumsóknir einstaklinga sem séu taldir ógn við þjóðaröryggi, til dæmis stórra hópa farandfólks sem reyni að ryðjast yfir landamærin. Undantekningar verði gerðar fyrir fylgdarlaus börn, óléttar konur, eldri borgara, sjúklinga og þá sem væru í raunverulegri hættu yrðu þeir sendir til baka til Belarús. „Enginn er að tala um að brjóta mannréttindi, réttinn til hælis, við erum að tala um að samþykkja ekki umsóknir fólks sem fer ólöglega yfir landamærin í hópum sem Lúkasjenka skipuleggur,“ sagði Tusk í haust og vísaði til Aleksanders Lúkasjenka, forseta Belarús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fólki sem fer ólöglega yfir landamæri frá Belarús og Rússlandi til Póllands, Litháens, Lettlands og Finnlands hafi fjölgað mikið frá 2021. Pólverjar hafa brugðist við með auknum viðbúnaði hersins á landamærunum og öryggisgirðingu. Bæði austurevrópuríki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sakað stjórnvöld í Minsk og Kreml um að senda fólk yfir landamærin til NATO- og Evrópusambandsríkja til þess valda óstöðugleika og glundroða þar. Pólland Flóttamenn Belarús Mannréttindi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Lögin veita pólskum stjórnvöldum heimild til þess að afnema réttinn til þess að leita hælis í allt að sextíu daga í senn. Donald Tusk forsætisráðherra lagði fast að Andrzej Duda forseta að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Duda ritaði undir í gær þrátt fyrir að hann hefði áður lýst yfir áhyggjum af því að lögin gerði andófsfólki í Belarús erfiðara fyrir að flýja einræðisríkið. Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin segir lögin brjóta alþjóðalög og evrópsk lög. Evrópusambandið ætti að grípa til aðgerða gegn pólskum stjórnvöldum. Stjórn Tusk hefur sagt að lögunum yrði aðeins beitt til þess að stöðva tímabundið hælisumsóknir einstaklinga sem séu taldir ógn við þjóðaröryggi, til dæmis stórra hópa farandfólks sem reyni að ryðjast yfir landamærin. Undantekningar verði gerðar fyrir fylgdarlaus börn, óléttar konur, eldri borgara, sjúklinga og þá sem væru í raunverulegri hættu yrðu þeir sendir til baka til Belarús. „Enginn er að tala um að brjóta mannréttindi, réttinn til hælis, við erum að tala um að samþykkja ekki umsóknir fólks sem fer ólöglega yfir landamærin í hópum sem Lúkasjenka skipuleggur,“ sagði Tusk í haust og vísaði til Aleksanders Lúkasjenka, forseta Belarús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fólki sem fer ólöglega yfir landamæri frá Belarús og Rússlandi til Póllands, Litháens, Lettlands og Finnlands hafi fjölgað mikið frá 2021. Pólverjar hafa brugðist við með auknum viðbúnaði hersins á landamærunum og öryggisgirðingu. Bæði austurevrópuríki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sakað stjórnvöld í Minsk og Kreml um að senda fólk yfir landamærin til NATO- og Evrópusambandsríkja til þess valda óstöðugleika og glundroða þar.
Pólland Flóttamenn Belarús Mannréttindi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira