Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 13:50 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“ Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“
Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira