Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Innlent 17.1.2025 18:01 Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Kona sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir nákvæmlega þrjátíu árum segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Við ræðum við hana og verðum í beinni frá Guðríðarkirkju þar sem efnt verður til helgistundar í kvöld. Innlent 16.1.2025 18:00 Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Samkomulag hefur náðst um vopnahlé á Gaza og lausn gísla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum einnig á Vesturland þar sem nýleg brú hrundi í vatnavöxtum í dag. Íbúi á svæðinu lýsir málinu sem algjöru klúðri. Innlent 15.1.2025 18:00 Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Öflugasta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Óvissustigi var í kjölfarið lýst yfir. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, mætir í myndver og fer yfir líklega þróun mála. Innlent 14.1.2025 18:02 Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræja af dauðum fuglum í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir af sömu veiru en óttast er að þeir verði fleiri. Við sjáum myndir af fuglunum og fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.1.2025 18:01 Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Icelandair hefur töluverðar áhyggjur af því að ISAVIA hafi verið gert að loka annarri tveggja flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 12.1.2025 18:13 Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Í kvöldfréttum verður rætt við lögmann Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri sem segir mótmælin ólögmæt. Innlent 11.1.2025 18:17 Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Íslendingur sem er búsettur í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni. Útgöngubann er í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér gróðureldana sem umlykja hana. Minnst tíu eru látnir. Innlent 10.1.2025 18:20 Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Íslendingur sem flúði gróðureldana í Los Angeles segir heimili sitt og allt hverfið sem hann bjó í brunnið til grunna. Mikil óvissa ríki um framtíðina og honum líði eins og hann sé staddur í bíómynd. Eldarnir eru þeir mestu á svæðinu í manna minnum og eyðileggingin mikil. Erfiðlega hefur tekist að ná stjórn á þeim þó vind sé tekið að lægja. Innlent 9.1.2025 18:03 Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. Innlent 8.1.2025 18:03 Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Starsmenn Landspítala hafi átt þátt í dauða mannsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.1.2025 18:11 Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Bjarni Benediktsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi og mun ekki taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. Kapphlaupið um formennsku flokksins er því formlega hafið. Við ræðum við stjórnmálafræðing um vendingar dagsins í beinni útsendingu í myndveri og fáum viðbrögð frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 6.1.2025 18:01 Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 5.1.2025 18:00 „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. Innlent 4.1.2025 18:01 Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þeir hafa þungar áhyggjur af stöðunni sem farið hafi hríðversnandi síðustu misseri. Barnabarn manns sem lést á aðfangadag segir afa sinn ekki enn þá hafa verið úrskurðaðan látinn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.1.2025 18:02 Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði eftir tillögum frá almenningi og fyrirtækjum um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur um komandi sparnaðarleiðir. Innlent 2.1.2025 18:00 Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann var stunginn í brjóstkassa en sá er útskrifaður af gjörgæslu. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:00 Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Fylgi flokks Fólksins dregst saman frá kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu en hinir tveir flokkarnir sem mynda nýja ríkisstjórn bæta við sig. Við rýnum í glænýja könnun á fylgi flokkanna í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan 12. Innlent 31.12.2024 11:32 Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fjölskylduvin sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni og segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng Innlent 30.12.2024 18:02 Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu klæðast svörtum slaufum. Innlent 29.12.2024 18:01 Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp harðar umræður innan flokksins. Fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi segir mikilvægt að tímasetning fundarins standist, en nýr þingmaður telur skynsamlegast að fresta honum. Innlent 28.12.2024 18:02 Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Í kvöldfréttum ræðum við, við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur nýjan utanríkisráðherra um ákvörðun NATO að auka viðveru á Eystrasaltinu vegna bilunar á sæstreng milli Eistlands og Finnlands. Olíuflutningaskipt, sem sagt er vera hluti af rússneskum skuggaflota, er talið hafa unnið skemmdarverk á strengnum. Innlent 27.12.2024 18:16 Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Við ræðum við sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni en nokkur slík féllu í nótt. Innlent 26.12.2024 18:16 Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns. Rætt verður við björgunarsveitarmann sem hefur staðið vaktina í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.12.2024 18:10 Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld og á morgun vegna veðurs og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. Við förum yfir heldur leiðinlega veðurspá í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan tólf. Innlent 24.12.2024 11:47 Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með fyrsta fundi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Dómsmálaráðherra tjáir sig um ágreining hjá embætti ríkissaksóknara. Innlent 23.12.2024 18:00 Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Fráfarandi ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar afhentu nýjum ráðherrum í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins lykla að ráðuneytunum í dag. Við fáum að sjá bestu brotin frá deginum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.12.2024 18:18 Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Kristrún Frostadóttir er nýr forsætisráðherra og mun leiða ríkisstjórn þar sem konur verða í meirihluta. Innlent 21.12.2024 18:29 Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.12.2024 18:02 Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa náð saman um myndun ríkisstjórnar og munu kynna stjórnarsáttmála um helgina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í Valkyrjunum svokölluðu sem tilkynntu þetta á blaðamannafundi á sjötta tímanum. Innlent 19.12.2024 18:23 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 65 ›
Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Innlent 17.1.2025 18:01
Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Kona sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir nákvæmlega þrjátíu árum segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Við ræðum við hana og verðum í beinni frá Guðríðarkirkju þar sem efnt verður til helgistundar í kvöld. Innlent 16.1.2025 18:00
Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Samkomulag hefur náðst um vopnahlé á Gaza og lausn gísla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum einnig á Vesturland þar sem nýleg brú hrundi í vatnavöxtum í dag. Íbúi á svæðinu lýsir málinu sem algjöru klúðri. Innlent 15.1.2025 18:00
Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Öflugasta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Óvissustigi var í kjölfarið lýst yfir. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, mætir í myndver og fer yfir líklega þróun mála. Innlent 14.1.2025 18:02
Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræja af dauðum fuglum í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir af sömu veiru en óttast er að þeir verði fleiri. Við sjáum myndir af fuglunum og fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.1.2025 18:01
Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Icelandair hefur töluverðar áhyggjur af því að ISAVIA hafi verið gert að loka annarri tveggja flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 12.1.2025 18:13
Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Í kvöldfréttum verður rætt við lögmann Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri sem segir mótmælin ólögmæt. Innlent 11.1.2025 18:17
Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Íslendingur sem er búsettur í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni. Útgöngubann er í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér gróðureldana sem umlykja hana. Minnst tíu eru látnir. Innlent 10.1.2025 18:20
Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Íslendingur sem flúði gróðureldana í Los Angeles segir heimili sitt og allt hverfið sem hann bjó í brunnið til grunna. Mikil óvissa ríki um framtíðina og honum líði eins og hann sé staddur í bíómynd. Eldarnir eru þeir mestu á svæðinu í manna minnum og eyðileggingin mikil. Erfiðlega hefur tekist að ná stjórn á þeim þó vind sé tekið að lægja. Innlent 9.1.2025 18:03
Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. Innlent 8.1.2025 18:03
Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Starsmenn Landspítala hafi átt þátt í dauða mannsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.1.2025 18:11
Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Bjarni Benediktsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi og mun ekki taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. Kapphlaupið um formennsku flokksins er því formlega hafið. Við ræðum við stjórnmálafræðing um vendingar dagsins í beinni útsendingu í myndveri og fáum viðbrögð frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 6.1.2025 18:01
Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 5.1.2025 18:00
„Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. Innlent 4.1.2025 18:01
Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þeir hafa þungar áhyggjur af stöðunni sem farið hafi hríðversnandi síðustu misseri. Barnabarn manns sem lést á aðfangadag segir afa sinn ekki enn þá hafa verið úrskurðaðan látinn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.1.2025 18:02
Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði eftir tillögum frá almenningi og fyrirtækjum um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur um komandi sparnaðarleiðir. Innlent 2.1.2025 18:00
Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann var stunginn í brjóstkassa en sá er útskrifaður af gjörgæslu. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:00
Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Fylgi flokks Fólksins dregst saman frá kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu en hinir tveir flokkarnir sem mynda nýja ríkisstjórn bæta við sig. Við rýnum í glænýja könnun á fylgi flokkanna í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan 12. Innlent 31.12.2024 11:32
Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fjölskylduvin sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni og segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng Innlent 30.12.2024 18:02
Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu klæðast svörtum slaufum. Innlent 29.12.2024 18:01
Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp harðar umræður innan flokksins. Fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi segir mikilvægt að tímasetning fundarins standist, en nýr þingmaður telur skynsamlegast að fresta honum. Innlent 28.12.2024 18:02
Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Í kvöldfréttum ræðum við, við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur nýjan utanríkisráðherra um ákvörðun NATO að auka viðveru á Eystrasaltinu vegna bilunar á sæstreng milli Eistlands og Finnlands. Olíuflutningaskipt, sem sagt er vera hluti af rússneskum skuggaflota, er talið hafa unnið skemmdarverk á strengnum. Innlent 27.12.2024 18:16
Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Við ræðum við sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni en nokkur slík féllu í nótt. Innlent 26.12.2024 18:16
Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns. Rætt verður við björgunarsveitarmann sem hefur staðið vaktina í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.12.2024 18:10
Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld og á morgun vegna veðurs og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. Við förum yfir heldur leiðinlega veðurspá í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan tólf. Innlent 24.12.2024 11:47
Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með fyrsta fundi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Dómsmálaráðherra tjáir sig um ágreining hjá embætti ríkissaksóknara. Innlent 23.12.2024 18:00
Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Fráfarandi ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar afhentu nýjum ráðherrum í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins lykla að ráðuneytunum í dag. Við fáum að sjá bestu brotin frá deginum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.12.2024 18:18
Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Kristrún Frostadóttir er nýr forsætisráðherra og mun leiða ríkisstjórn þar sem konur verða í meirihluta. Innlent 21.12.2024 18:29
Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.12.2024 18:02
Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa náð saman um myndun ríkisstjórnar og munu kynna stjórnarsáttmála um helgina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í Valkyrjunum svokölluðu sem tilkynntu þetta á blaðamannafundi á sjötta tímanum. Innlent 19.12.2024 18:23