Stjórnarskrá

Fréttamynd

Hvernig eigum við að breyta?

Með nýju breytingaákvæði við stjórnarskrána, sem samþykkt var á sumarþingi, munu gefast ný tækifæri til stjórnarskrárbreytinga. En hvernig á að nýta þau tækifæri?

Skoðun
Fréttamynd

Siðferði þjóðarinnar verður ekki breytt með stjórnarskrá

Augljóst er að það verður hvorki létt verk né löðurmannlegt fyrir kjósendur að kynna sér hvað hver og einn frambjóðandi til stjórnlagaþingsins stendur fyrir. Slíkur er fjöldinn. Þar af leiðandi er ekki langsótt að spá því að fólk muni skipta frambjóðendum í tvo hópa, annars vegar þá sem vilja gerbreyta stjórnarskránni af því að hún sé mjög gölluð og hins vegar þá sem telja hana ágæta fyrir sitt leyti en eru samþykkir því að margt megi endurskoða, sumu breyta og annað bæta.

Skoðun
Fréttamynd

Segir sig ekki úr stjórnarskrárnefnd

Þorsteinn Pálsson gerir ekki ráð fyrir að segja sig úr stjórnarskrárnefnd þrátt fyrir að taka við ritstjórn Fréttablaðsins síðar í mánuðinum. Þorsteinn Pálsson var tilnefndur í stjórnarskrárnefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins og skipaður varaformaður hennar þegar hún tók til starfa í janúar á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurður Kjaradóms felldur úr gildi

Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá.

Innlent