Breyta þarf stjórnarskrá til að leggja niður Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 20:11 ANTON/samsett „Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum." Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
„Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum."
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira