Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 18:45 Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar. Stjórnarskrá Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar.
Stjórnarskrá Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira