Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 11:33 Frá þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana. Vísir/Stefán Stjórnarskrárnefnd leggur til að að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. Samkvæmt frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur eru fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum undanskilin ákvæðinu um að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Frestur til að bera fram kröfu verði sex vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi sex vikum og í síðasta lagi fjórum mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna.HellisheiðarvirkjunVísir/VilhelmSetji skilyrði fyrir nýtingu auðlinda í eigu ríkisins Í frumvarpi um þjóðareign á náttúruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í frumvarpinu ert tekið fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir náttúruauðlindum eða landsréttindum í þjóðareign.Íslensk náttúra.Vísir/Vilhelm.Allir beri sameiginlega ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis Í frumvarpi um umhverfis- og náttúruvernd er mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Einnig segir að stuðlað skuli að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og að í lögum skuli mælt fyrir um rétt almennings til upplýsinga um umhverfið og áhrif framkvæmda á það, svo og til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið.Aðeins gerðar breytingar sem nefndarmenn voru einróma um Þau frumvörp sem nú hafa verið afhent forsætisráðherra eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem kynnt voru opinberlega 19. febrúar síðastliðinn. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frumvarpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á. Frumvörpin þrjú er að finna á vefsvæðinu stjornarskra.is, sem er í umsjón forsætisráðuneytis, ásamt skilabréfi nefndarinnar, bókunum nefndarmanna, hugmyndum um mögulegar breytingar á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna (frumdrög) og athugasemdum sem bárust í samráðsferli. Stjórnarskrárnefnd skipa nú: Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur, Birgir Ármannsson alþingismaður, Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, Róbert Marshall alþingismaður, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður og Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður. Stjórnarskrá Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Stjórnarskrárnefnd leggur til að að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. Samkvæmt frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur eru fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum undanskilin ákvæðinu um að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Frestur til að bera fram kröfu verði sex vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi sex vikum og í síðasta lagi fjórum mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna.HellisheiðarvirkjunVísir/VilhelmSetji skilyrði fyrir nýtingu auðlinda í eigu ríkisins Í frumvarpi um þjóðareign á náttúruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í frumvarpinu ert tekið fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir náttúruauðlindum eða landsréttindum í þjóðareign.Íslensk náttúra.Vísir/Vilhelm.Allir beri sameiginlega ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis Í frumvarpi um umhverfis- og náttúruvernd er mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Einnig segir að stuðlað skuli að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og að í lögum skuli mælt fyrir um rétt almennings til upplýsinga um umhverfið og áhrif framkvæmda á það, svo og til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið.Aðeins gerðar breytingar sem nefndarmenn voru einróma um Þau frumvörp sem nú hafa verið afhent forsætisráðherra eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem kynnt voru opinberlega 19. febrúar síðastliðinn. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frumvarpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á. Frumvörpin þrjú er að finna á vefsvæðinu stjornarskra.is, sem er í umsjón forsætisráðuneytis, ásamt skilabréfi nefndarinnar, bókunum nefndarmanna, hugmyndum um mögulegar breytingar á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna (frumdrög) og athugasemdum sem bárust í samráðsferli. Stjórnarskrárnefnd skipa nú: Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur, Birgir Ármannsson alþingismaður, Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, Róbert Marshall alþingismaður, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður og Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður.
Stjórnarskrá Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira