Fíkn

Fréttamynd

Sér fram á að missa fimm daga gamalt barn sitt

Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá en henni hefur verið tilkynnt að það verði tekið frá henni eftir tvo daga. Konan sem glímir við fíknivanda féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina.

Innlent
Fréttamynd

Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars

Arnar Gunnar Hjálmtýsson opnar áfangaheimili í Kópavogi á næstu dögum. Hann upplifði þörfina fyrir slík úrræði þegar sonur hans hafði í engin hús að venda. Arnar er bróðir Páls Óskars og nefndi heimilið eftir laginu Betra líf.

Innlent
Fréttamynd

Neyslan er oft svo falin

Þátturinn Óminni hefur göngu sína í kvöld. Hann fjallar um eiturlyfjaheiminn á Íslandi og þá sérstaklega neyslu ungs fólks.

Lífið
Fréttamynd

Heimilislaust fólk í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu: „Stærsti hópurinn er ungt heimilislaust fólk“

Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með mikinn fíknivanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára.

Innlent
Fréttamynd

Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins

Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn.

Erlent
Fréttamynd

Neyslurými gætu þurft að bíða

Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn

Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Hamingjusöm án áfengis

Þrátt fyrir að áfengi sé samtvinnað flestum félagslegum athöfnum hafa margir ákveðið að lifa áfengislausum lífsstíl.

Lífið
Fréttamynd

Mikilvægast að fyrirgefa sér

Kona á fertugsaldri sem hefur eytt tæplega helmingi ævi sinnar undir áhrifum fíkniefna sneri við blaðinu fyrir rúmum tveimur árum og segir mikilvægast að fyrirgefa sjálfum sér til að ná bata.

Lífið
Fréttamynd

Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ

Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu.

Skoðun