„Ætlaði bara að verða róni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2021 10:30 Þórir varð loks edrú eftir margra ára baráttu. Saga Þóris Kjartansson er ótrúleg en hann var alinn upp við alkóhólisma og endaði sjálfur í margra ára neyslu. Hann ræddi við Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Þórir sem bjó í bílakjallara Ráðhússins í lengri tíma, hins vegar að rífa sig upp úr áfengi og eiturlyfjum og er vinnandi fjölskyldufaðir í dag. „Foreldrar mínir eru alkóhólistar og sex eða sjö ára gamall lendi ég í misnotkun sem barn og er nýbúinn að opna á það mál og er að vinna í því með þerapista í dag,“ segir Þórir sem var misnotaður af manni sem bjó í hverfinu og þóttist vera vinur hans. „Ég er mjög reiður sem barn og unglingur, gengur erfiðlega í skóla og með athyglisbrest og átti erfitt með að einbeita mér. Þegar ég lendi í þessari misnotkun fékk ég þessi skilaboð frá honum að þetta væri leyndarmál og að ég mætti ekki segja neinum frá þessu. Hann gaf mér nammi og sagði mér hvað ég væri góður. Þetta gekk í einhver tvö, þrjú ár og mér finnst erfitt að tala um þetta og er nýbúinn að opna fyrir þetta. Þarna byrjar svona rót vandans. Mitt fyrsta fyllerí er þrettán ára gamall,“ segir Þórir sem fór þá á ball í íþróttahúsinu 17. júní í litla bæjarfélaginu sem hann bjó í. „Ég drakk mig dauðann á mínu fyrsta fylleríi og var borinn heim af yngri strákum og hent upp í hjónarúm hjá foreldrum mínum og foreldrar mínir héldu að ég væri dáinn. Ég man ekkert eftir þessu en fannst þetta samt alveg geggjað og ætlaði að gera þetta aftur. Ég byrjaði síðan að drekka fjórtán, fimmtán ára,“ segir Þórir en í víninu fannst honum finna fyrir friði sem hann hafði ekki fundið fyrir í langan tíma. Neyslan átti bara eftir að aukast með tilheyrandi vandræðum. Vildi ganga í augun á eldri strákum „Mér var vísað úr grunnskóla og kláraði aldrei grunnskóla. Ég byrjaði í svona helgarmunstri og byrjaði að hanga með eldri strákum og byrjaði að reyna ganga í augun á þeim og útfrá því byrjaði fíkniefnaneysla. Nítján ára gamall fór hann í sína fyrstu meðferð en átti bara eftir að verða edrú í örfáa mánuði. „Ég fjármagnaði mína neyslu að selja fíkniefni og það snýst allt um að neysluna strax. Ég er í ofbeldisverkum og með ófrið,“ segir Þórir sem viðurkennir að hann hafi gengið í skrokk á fleirum en hann getur munað. „Sextán, sautján, átján ætlaði ég ekkert að fara til útlanda eða slíkt. Ég ætlaði bara að verða róni. Ég var farinn að fara á Hlemm og skoða mannlífið þar og sjá þessa kalla og mér var farið að líða svo illa að ég enda inn á geðdeild. Síðan braust ég jafnvel þaðan út og notaði mína reiði, spennti oft upp hurðina og hljóp bara út, jafnvel á sokkunum og út á Miklubraut í einhverri geðshræringu. Síðan var með útskrifaður og fór þá á kaf í neyslu. Fór þá aftur inn á geðdeild og sagðist ætla drepa mig, mig langaði ekkert að lifa.“ Fjölskyldan var löngu búin að afskrifa hann enda virtist hans saga bara getað endað á einn veg. Þórir segir að hann sé líklega eini maðurinn sem hefur verið rekinn af reiðistjórnunarnámskeiði vegna slæmrar hegðunar. Hann var mjög skuldugur og þar af leiðandi mjög hræddur við handrukkara en sumir þeirra höfðu tekið sig á og vissu af sögu hans. Einn daginn höfðu tveir þeirra samband við hann. „Ég hugsaði bara, núna eru þeir að fara stúta mér. Þeir bjóða mér að koma með sér niður Laugarveginn og þeir hlaupa að mér, taka mig inn í bíl. Ég var skíthræddur og þorði ekki annað en að hlíða. Þeir keyra með mig og fara með mig upp í Ármúla þar sem þeir eiga heima og ætla að hjálpa mér. Þeir fara biðja fyrir mig og tala um Jesú og ég hugsaði bara hvert er ég kominn. Þeir tóku mig að sér, fóru með mig í tólf spora samtökin og ég fór með þeim í sund og svona, ég eignaðist bara eitthvað annað.“ Þórir er í dag í hjónabandi og er fjölskyldan fimm manna. Þarna sá Þórir fyrst að mögulega gæti hann eignast betra líf. Hann kynntist Samhjálp þar sem hann fékk að vinna. Þrátt fyrir þetta féll Þórir og neysla hann jókst enn meira og varð gististaður hans á tímabili bílakjallarinn í Ráðhúsinu. „Seinna varð það mér til lífs að ég var að taka strætó upp í Breiðholt og hitti þar einn strák sem ég vissi að væri edrú og hann segir, Þórir þú veist hvar ég er og komdu og hittu mig,“ segir Þórir sem hafði þarna engu að tapa, sló til og fór í tólf spora prógramm. Hef beðið hann afsökunar „Líf mitt fer að breytast og ég fer upp í Samhjálp þá þar sem þeir þekktu mig frá fyrri edrúmennsku og þeir sögðu við mig að ég mætti koma með ákveðnum skilyrðum, þú mátt ekki fara niður í bæ. Ég fékk þessa örvæntingu að verða edrú og var til í að gera hvað sem er og byrjaði að finna að ég ætti smá von enn þá. Ég fer að vinna hjá Samhjálp á Nytjamarkaðnum og síðan fæ ég bílprófið aftur og þá fæ ég að keyra á milli staða og safna mat og fara með niður á kaffistofu,“ segir Þórir en þarna byrjaði boltinn að rúlla. Þórir fann að þetta var líf sem hann vildi aldrei kynnast aftur. Hann kynntist konu sem vann hjá Samhjálp og sannfærði hana um að þrátt fyrir allt væri hann þess virði að veðja á. Þá fékk Þórir vinnu hjá Ráðhúsinu sem húsvörður og má segja að hann sé kominn mjög langt frá tímanum þegar hann svaf í kjallara hússins. „Við förum að búa saman, eignumst þetta fallega líf og endanum giftum við okkur,“ fyrir átti hún tvö börn og hann fimmtán ára dreng. Þórir sér mjög eftir þeim tíma sem hann gat ekki verið til staðar fyrir son sinn. „Ég hef beðið hann afsökunar en hef ekki farið ítarlega út í söguna mína en beðið hann afsökunar á því að geta ekki verið til staðar og vill bæta fyrir það. Við eigum gott samband í dag og eigum okkar góðar stundir saman.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tímamót Fíkn Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Á einhvern ótrúlegan hátt náði Þórir sem bjó í bílakjallara Ráðhússins í lengri tíma, hins vegar að rífa sig upp úr áfengi og eiturlyfjum og er vinnandi fjölskyldufaðir í dag. „Foreldrar mínir eru alkóhólistar og sex eða sjö ára gamall lendi ég í misnotkun sem barn og er nýbúinn að opna á það mál og er að vinna í því með þerapista í dag,“ segir Þórir sem var misnotaður af manni sem bjó í hverfinu og þóttist vera vinur hans. „Ég er mjög reiður sem barn og unglingur, gengur erfiðlega í skóla og með athyglisbrest og átti erfitt með að einbeita mér. Þegar ég lendi í þessari misnotkun fékk ég þessi skilaboð frá honum að þetta væri leyndarmál og að ég mætti ekki segja neinum frá þessu. Hann gaf mér nammi og sagði mér hvað ég væri góður. Þetta gekk í einhver tvö, þrjú ár og mér finnst erfitt að tala um þetta og er nýbúinn að opna fyrir þetta. Þarna byrjar svona rót vandans. Mitt fyrsta fyllerí er þrettán ára gamall,“ segir Þórir sem fór þá á ball í íþróttahúsinu 17. júní í litla bæjarfélaginu sem hann bjó í. „Ég drakk mig dauðann á mínu fyrsta fylleríi og var borinn heim af yngri strákum og hent upp í hjónarúm hjá foreldrum mínum og foreldrar mínir héldu að ég væri dáinn. Ég man ekkert eftir þessu en fannst þetta samt alveg geggjað og ætlaði að gera þetta aftur. Ég byrjaði síðan að drekka fjórtán, fimmtán ára,“ segir Þórir en í víninu fannst honum finna fyrir friði sem hann hafði ekki fundið fyrir í langan tíma. Neyslan átti bara eftir að aukast með tilheyrandi vandræðum. Vildi ganga í augun á eldri strákum „Mér var vísað úr grunnskóla og kláraði aldrei grunnskóla. Ég byrjaði í svona helgarmunstri og byrjaði að hanga með eldri strákum og byrjaði að reyna ganga í augun á þeim og útfrá því byrjaði fíkniefnaneysla. Nítján ára gamall fór hann í sína fyrstu meðferð en átti bara eftir að verða edrú í örfáa mánuði. „Ég fjármagnaði mína neyslu að selja fíkniefni og það snýst allt um að neysluna strax. Ég er í ofbeldisverkum og með ófrið,“ segir Þórir sem viðurkennir að hann hafi gengið í skrokk á fleirum en hann getur munað. „Sextán, sautján, átján ætlaði ég ekkert að fara til útlanda eða slíkt. Ég ætlaði bara að verða róni. Ég var farinn að fara á Hlemm og skoða mannlífið þar og sjá þessa kalla og mér var farið að líða svo illa að ég enda inn á geðdeild. Síðan braust ég jafnvel þaðan út og notaði mína reiði, spennti oft upp hurðina og hljóp bara út, jafnvel á sokkunum og út á Miklubraut í einhverri geðshræringu. Síðan var með útskrifaður og fór þá á kaf í neyslu. Fór þá aftur inn á geðdeild og sagðist ætla drepa mig, mig langaði ekkert að lifa.“ Fjölskyldan var löngu búin að afskrifa hann enda virtist hans saga bara getað endað á einn veg. Þórir segir að hann sé líklega eini maðurinn sem hefur verið rekinn af reiðistjórnunarnámskeiði vegna slæmrar hegðunar. Hann var mjög skuldugur og þar af leiðandi mjög hræddur við handrukkara en sumir þeirra höfðu tekið sig á og vissu af sögu hans. Einn daginn höfðu tveir þeirra samband við hann. „Ég hugsaði bara, núna eru þeir að fara stúta mér. Þeir bjóða mér að koma með sér niður Laugarveginn og þeir hlaupa að mér, taka mig inn í bíl. Ég var skíthræddur og þorði ekki annað en að hlíða. Þeir keyra með mig og fara með mig upp í Ármúla þar sem þeir eiga heima og ætla að hjálpa mér. Þeir fara biðja fyrir mig og tala um Jesú og ég hugsaði bara hvert er ég kominn. Þeir tóku mig að sér, fóru með mig í tólf spora samtökin og ég fór með þeim í sund og svona, ég eignaðist bara eitthvað annað.“ Þórir er í dag í hjónabandi og er fjölskyldan fimm manna. Þarna sá Þórir fyrst að mögulega gæti hann eignast betra líf. Hann kynntist Samhjálp þar sem hann fékk að vinna. Þrátt fyrir þetta féll Þórir og neysla hann jókst enn meira og varð gististaður hans á tímabili bílakjallarinn í Ráðhúsinu. „Seinna varð það mér til lífs að ég var að taka strætó upp í Breiðholt og hitti þar einn strák sem ég vissi að væri edrú og hann segir, Þórir þú veist hvar ég er og komdu og hittu mig,“ segir Þórir sem hafði þarna engu að tapa, sló til og fór í tólf spora prógramm. Hef beðið hann afsökunar „Líf mitt fer að breytast og ég fer upp í Samhjálp þá þar sem þeir þekktu mig frá fyrri edrúmennsku og þeir sögðu við mig að ég mætti koma með ákveðnum skilyrðum, þú mátt ekki fara niður í bæ. Ég fékk þessa örvæntingu að verða edrú og var til í að gera hvað sem er og byrjaði að finna að ég ætti smá von enn þá. Ég fer að vinna hjá Samhjálp á Nytjamarkaðnum og síðan fæ ég bílprófið aftur og þá fæ ég að keyra á milli staða og safna mat og fara með niður á kaffistofu,“ segir Þórir en þarna byrjaði boltinn að rúlla. Þórir fann að þetta var líf sem hann vildi aldrei kynnast aftur. Hann kynntist konu sem vann hjá Samhjálp og sannfærði hana um að þrátt fyrir allt væri hann þess virði að veðja á. Þá fékk Þórir vinnu hjá Ráðhúsinu sem húsvörður og má segja að hann sé kominn mjög langt frá tímanum þegar hann svaf í kjallara hússins. „Við förum að búa saman, eignumst þetta fallega líf og endanum giftum við okkur,“ fyrir átti hún tvö börn og hann fimmtán ára dreng. Þórir sér mjög eftir þeim tíma sem hann gat ekki verið til staðar fyrir son sinn. „Ég hef beðið hann afsökunar en hef ekki farið ítarlega út í söguna mína en beðið hann afsökunar á því að geta ekki verið til staðar og vill bæta fyrir það. Við eigum gott samband í dag og eigum okkar góðar stundir saman.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tímamót Fíkn Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira