Fíkn ekki leyst með lagasetningu Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2020 14:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda. Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01