Kemur til greina að neyslurými verði færanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 21:30 Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Rafnheiðar. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins. Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet. Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet.
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira