Kemur til greina að neyslurými verði færanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 21:30 Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Rafnheiðar. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins. Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet. Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet.
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira