Íþróttir Stern viðurkennir mistök David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur loks viðurkennt að hann hafi gert mistök þegar hann ákvað að taka nýja keppnisboltann í notkun í deildinni í haust. Boltinn er úr gerfiefni og kom í stað gamla leðurboltans, en flest allar stórstjörnurnar í deildinni hafa gagnrýnt boltann harðlega og segja hann ómögulegan. Körfubolti 6.12.2006 16:15 Nedved hótar að hætta Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus er æfur yfir því að hafa verið dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að móðga og stíga ofan á dómara í leik Juve og Genoa um síðustu helgi. Nedved segist frekar ætla að hætta að spila en að gangast við banninu. Fótbolti 6.12.2006 15:58 Birgir Leifur í beinni á Sýn í fyrramálið Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér fyrir skömmu keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi og hann verður í eldlínunni innan um marga af bestu kylfingum heims á tveimur mótum sem haldin verða í Suður-Afríku fyrir jól. Fyrra mótið hefst í fyrramálið og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Golf 6.12.2006 15:14 Newell ákærður fyrir ummæli í garð dómara Mike Newell, stjóri Luton Town í ensku fyrstu deildinni, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir niðrandi ummæli sín í garð aðstoðardómara eftir leik gegn QPR í byrjun síðasta mánaðar. Enski boltinn 6.12.2006 15:03 Við verðum að nýta færin í kvöld Sir Alex Ferguson segir að sínir menn í Manchester United verði að nýta færi sín til hins ítrasta í leiknum við Benfica í Meistaradeildinni í kvöld ef þeir ætli sér að ná hagstæðum úrslitum. Enska liðinu nægir stig til að komast áfram, en liðið hefur átt það til að fara illa með færi sín í keppninni til þessa og það hefur kostað liðið að mati knattspyrnustjórans. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. Fótbolti 6.12.2006 14:51 Wenger ætlar að sækja til sigurs Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30. Fótbolti 6.12.2006 14:40 Phillips á sér framtíð hjá Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni. Enski boltinn 6.12.2006 14:36 Boateng og Zokora eiga yfir höfði sér bann Þeim Derek Boateng og Didier Zokora hafa báðir íhugað að áfrýja rauðu spjöldunum sem þeir fengu að líta í leik Tottenham og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en leikmennirnir tókust á þegar hitnaði verulega í kolunum undir lok leiksins. Zokora fær þriggja leikja bann að öllu óbreyttu, en Boateng fjögurra leikja bann vegna annars brottreksturs á leiktíðinni. Enski boltinn 6.12.2006 14:32 Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður á Bretlandseyjum samkvæmt nýrri könnum sem birt var í dag. Beckham er nærri þrisvar sinnum ríkari en næsti maður á listanum, Michael Owen. Enski boltinn 6.12.2006 14:15 Nash gaf 20 stoðsendingar í sigri Phoenix Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann sinn 7. leik í röð með því að leggja Sacramento af velli 127-102 og hefur liðið heldur betur rétt úr kútnum eftir tap í 5 af fyrstu 6 leikjum sínum í vetur. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 20 stoðsendingar. Mike Bibby skoraði 21 stig fyrir Sacramento. Körfubolti 6.12.2006 13:57 New Jersey - Dallas í beinni í kvöld Leikur New Jersey Nets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Dallas hafði unnið 12 leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Washington í nótt og því verður áhugavert að sjá hvort liðið nær að rétta úr kútnum gegn Nets í kvöld. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Körfubolti 5.12.2006 23:09 Charlton af botninum Herman Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Blackburn nokkuð verðskuldað á heimavelli sínum með marki frá Talal El Karkouri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Tottenham lagði Middlesbrough 2-1 þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. Enski boltinn 5.12.2006 22:10 Barcelona áfram Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 5.12.2006 21:34 Ekkert mark komið í ensku úrvalsdeildinni Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tottenham tekur þar á móti Middlesbrough og Hermann Hreiðarsson er í eldlínunni þar sem botnlið Charlton tekur á móti Blackburn. Enski boltinn 5.12.2006 21:04 Barcelona í góðum málum Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. Fótbolti 5.12.2006 20:28 Eiður í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Werder Bremen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en bein útsending frá leiknum hefst á Sýn klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin. Fótbolti 5.12.2006 19:03 Jewell vill leyfa leikaraskap Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Enski boltinn 5.12.2006 18:42 Magath á von á skemmtilegum leik í kvöld Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segist eiga von á góðri skemmtun fyrir áhorfendur í kvöld þegar Bayern tekur á móti Inter Milan í leiknum um toppsætið í B-riðli Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 í kvöld. Fótbolti 5.12.2006 17:36 Sigurður Sveinsson hættur hjá Fylki Stjórn handknattleiksdeildar Fylkis og Sigurður Sveinsson komust í dag að samkomulagi um að Sigurður léti af störfum sem þjálfari liðsins. Gengi Fylkis hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíðinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast fyrir Val um helgina. Fjallað verður um málið í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Handbolti 5.12.2006 17:24 Eggert ósáttur við samninga Tevez og Mascherano Eggert Magnússon segir að þó West Ham hafi alls ekki í hyggju að losa sig við Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez í janúar, sé samningurinn sem þeir gerðu við félagið alls ekki að sínu skapi. Enski boltinn 5.12.2006 16:47 Rijkaard heimtar sigur og ekkert annað Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30. Fótbolti 5.12.2006 16:27 Nýr skandall í uppsiglingu á Ítalíu? Svo gæti farið að annað stórt knattspyrnuhneyksli sé nú í uppsiglingu í ítalskri knattspyrnu en blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag nafnalista manna sem sakaðir eru um að hafa veðjað ólöglega á úrslit leikja á bilinu 1998-2005. Fótbolti 5.12.2006 16:03 Raikkönen tekjuhæstur á næsta ári Þó Michael Schumacher hafi lagt stýrið á hilluna verður tekjuhæsti ökumaðurinn í Formúlu 1 áfram í röðum Ferrari-liðsins. Schumacher er sagður fá yfir 700 milljónir króna á næsta ári þó hann sé hættur að keppa, en arftaki hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, er nú orðinn tekjuhæsti ökumaðurinn. Formúla 1 5.12.2006 15:39 Of gott lið til að falla Eggert Magnússon segist hafa fulla trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir liðið einfaldlega allt of gott til að falla í fyrstu deild. Hann á von á að liðið rétti fljótlega úr kútnum og nái jafnvel að ljúka keppni um miðja deild í vor. Enski boltinn 5.12.2006 15:00 Inter að undirbúa tilboð í Beckham? Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að ítölsku meistararnir í Inter Milan séu að undirbúa að bjóða David Beckham frá Real Madrid samning og heldur því fram að hann muni fá 110 þúsund pund í vikulaun. Samningur Beckham rennur út í júlí og því geta félög boðið honum samning á nýju ári ef hann nær ekki samningum við Real. Fótbolti 5.12.2006 14:50 Nedved í fimm leikja bann Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved var í dag dæmdur í fimm leikja bann með liði Juventus í ítölsku B-deildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Juve og Genoa. Nedved missti stjórn á skapi sínu og traðkaði á andstæðingi sínum og bætti um betur og tróð dómaranum niður þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Juventus er í öðru sæti deildarinnar og mætir toppliðinu Bologna í næsta leik. Fótbolti 5.12.2006 14:45 Barcelona - Bremen í beinni á Sýn Það verða að venju þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar úr Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðalleikurinn á Sýn er viðureign Barcelona og Werder Bremen, þar sem spænska liðið verður að vinna til að komast áfram í keppninni. Leikur Roma og Valencia er sýndur á Sýn Extra og leikur Bayern og Inter á Sýn Extra 2. Útsending hefst klukkan 19:30 á öllum leikjunum. Fótbolti 5.12.2006 14:37 Washington stöðvaði Dallas Tólf leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið tapaði fyrir Washington 106-97 á útivelli. Gilbert Arenas skoraði 38 stig fyrir Washington en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas. Körfubolti 5.12.2006 14:22 Blendnar tilfinningar hjá Mourinho Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar hann var spurður að því í dag hvort hann vildi að Manchester United og Arsenal kæmust áfram í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin eru í baráttu við tvo lið frá Portúgal, heimalandi Mourinho. Fótbolti 4.12.2006 20:56 Markalaust hjá Man. City og Watford Manchester City og Watford gerðu markalaust jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og voru úrslitin nokkuð sanngjörn. Enski boltinn 4.12.2006 22:07 « ‹ 88 89 90 91 92 93 94 95 96 … 334 ›
Stern viðurkennir mistök David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur loks viðurkennt að hann hafi gert mistök þegar hann ákvað að taka nýja keppnisboltann í notkun í deildinni í haust. Boltinn er úr gerfiefni og kom í stað gamla leðurboltans, en flest allar stórstjörnurnar í deildinni hafa gagnrýnt boltann harðlega og segja hann ómögulegan. Körfubolti 6.12.2006 16:15
Nedved hótar að hætta Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus er æfur yfir því að hafa verið dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að móðga og stíga ofan á dómara í leik Juve og Genoa um síðustu helgi. Nedved segist frekar ætla að hætta að spila en að gangast við banninu. Fótbolti 6.12.2006 15:58
Birgir Leifur í beinni á Sýn í fyrramálið Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér fyrir skömmu keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi og hann verður í eldlínunni innan um marga af bestu kylfingum heims á tveimur mótum sem haldin verða í Suður-Afríku fyrir jól. Fyrra mótið hefst í fyrramálið og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Golf 6.12.2006 15:14
Newell ákærður fyrir ummæli í garð dómara Mike Newell, stjóri Luton Town í ensku fyrstu deildinni, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir niðrandi ummæli sín í garð aðstoðardómara eftir leik gegn QPR í byrjun síðasta mánaðar. Enski boltinn 6.12.2006 15:03
Við verðum að nýta færin í kvöld Sir Alex Ferguson segir að sínir menn í Manchester United verði að nýta færi sín til hins ítrasta í leiknum við Benfica í Meistaradeildinni í kvöld ef þeir ætli sér að ná hagstæðum úrslitum. Enska liðinu nægir stig til að komast áfram, en liðið hefur átt það til að fara illa með færi sín í keppninni til þessa og það hefur kostað liðið að mati knattspyrnustjórans. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. Fótbolti 6.12.2006 14:51
Wenger ætlar að sækja til sigurs Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30. Fótbolti 6.12.2006 14:40
Phillips á sér framtíð hjá Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni. Enski boltinn 6.12.2006 14:36
Boateng og Zokora eiga yfir höfði sér bann Þeim Derek Boateng og Didier Zokora hafa báðir íhugað að áfrýja rauðu spjöldunum sem þeir fengu að líta í leik Tottenham og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en leikmennirnir tókust á þegar hitnaði verulega í kolunum undir lok leiksins. Zokora fær þriggja leikja bann að öllu óbreyttu, en Boateng fjögurra leikja bann vegna annars brottreksturs á leiktíðinni. Enski boltinn 6.12.2006 14:32
Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður á Bretlandseyjum samkvæmt nýrri könnum sem birt var í dag. Beckham er nærri þrisvar sinnum ríkari en næsti maður á listanum, Michael Owen. Enski boltinn 6.12.2006 14:15
Nash gaf 20 stoðsendingar í sigri Phoenix Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann sinn 7. leik í röð með því að leggja Sacramento af velli 127-102 og hefur liðið heldur betur rétt úr kútnum eftir tap í 5 af fyrstu 6 leikjum sínum í vetur. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 20 stoðsendingar. Mike Bibby skoraði 21 stig fyrir Sacramento. Körfubolti 6.12.2006 13:57
New Jersey - Dallas í beinni í kvöld Leikur New Jersey Nets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Dallas hafði unnið 12 leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Washington í nótt og því verður áhugavert að sjá hvort liðið nær að rétta úr kútnum gegn Nets í kvöld. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Körfubolti 5.12.2006 23:09
Charlton af botninum Herman Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Blackburn nokkuð verðskuldað á heimavelli sínum með marki frá Talal El Karkouri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Tottenham lagði Middlesbrough 2-1 þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. Enski boltinn 5.12.2006 22:10
Barcelona áfram Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 5.12.2006 21:34
Ekkert mark komið í ensku úrvalsdeildinni Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tottenham tekur þar á móti Middlesbrough og Hermann Hreiðarsson er í eldlínunni þar sem botnlið Charlton tekur á móti Blackburn. Enski boltinn 5.12.2006 21:04
Barcelona í góðum málum Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. Fótbolti 5.12.2006 20:28
Eiður í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Werder Bremen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en bein útsending frá leiknum hefst á Sýn klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin. Fótbolti 5.12.2006 19:03
Jewell vill leyfa leikaraskap Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Enski boltinn 5.12.2006 18:42
Magath á von á skemmtilegum leik í kvöld Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segist eiga von á góðri skemmtun fyrir áhorfendur í kvöld þegar Bayern tekur á móti Inter Milan í leiknum um toppsætið í B-riðli Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 í kvöld. Fótbolti 5.12.2006 17:36
Sigurður Sveinsson hættur hjá Fylki Stjórn handknattleiksdeildar Fylkis og Sigurður Sveinsson komust í dag að samkomulagi um að Sigurður léti af störfum sem þjálfari liðsins. Gengi Fylkis hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíðinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast fyrir Val um helgina. Fjallað verður um málið í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Handbolti 5.12.2006 17:24
Eggert ósáttur við samninga Tevez og Mascherano Eggert Magnússon segir að þó West Ham hafi alls ekki í hyggju að losa sig við Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez í janúar, sé samningurinn sem þeir gerðu við félagið alls ekki að sínu skapi. Enski boltinn 5.12.2006 16:47
Rijkaard heimtar sigur og ekkert annað Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30. Fótbolti 5.12.2006 16:27
Nýr skandall í uppsiglingu á Ítalíu? Svo gæti farið að annað stórt knattspyrnuhneyksli sé nú í uppsiglingu í ítalskri knattspyrnu en blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag nafnalista manna sem sakaðir eru um að hafa veðjað ólöglega á úrslit leikja á bilinu 1998-2005. Fótbolti 5.12.2006 16:03
Raikkönen tekjuhæstur á næsta ári Þó Michael Schumacher hafi lagt stýrið á hilluna verður tekjuhæsti ökumaðurinn í Formúlu 1 áfram í röðum Ferrari-liðsins. Schumacher er sagður fá yfir 700 milljónir króna á næsta ári þó hann sé hættur að keppa, en arftaki hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, er nú orðinn tekjuhæsti ökumaðurinn. Formúla 1 5.12.2006 15:39
Of gott lið til að falla Eggert Magnússon segist hafa fulla trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir liðið einfaldlega allt of gott til að falla í fyrstu deild. Hann á von á að liðið rétti fljótlega úr kútnum og nái jafnvel að ljúka keppni um miðja deild í vor. Enski boltinn 5.12.2006 15:00
Inter að undirbúa tilboð í Beckham? Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að ítölsku meistararnir í Inter Milan séu að undirbúa að bjóða David Beckham frá Real Madrid samning og heldur því fram að hann muni fá 110 þúsund pund í vikulaun. Samningur Beckham rennur út í júlí og því geta félög boðið honum samning á nýju ári ef hann nær ekki samningum við Real. Fótbolti 5.12.2006 14:50
Nedved í fimm leikja bann Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved var í dag dæmdur í fimm leikja bann með liði Juventus í ítölsku B-deildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Juve og Genoa. Nedved missti stjórn á skapi sínu og traðkaði á andstæðingi sínum og bætti um betur og tróð dómaranum niður þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Juventus er í öðru sæti deildarinnar og mætir toppliðinu Bologna í næsta leik. Fótbolti 5.12.2006 14:45
Barcelona - Bremen í beinni á Sýn Það verða að venju þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar úr Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðalleikurinn á Sýn er viðureign Barcelona og Werder Bremen, þar sem spænska liðið verður að vinna til að komast áfram í keppninni. Leikur Roma og Valencia er sýndur á Sýn Extra og leikur Bayern og Inter á Sýn Extra 2. Útsending hefst klukkan 19:30 á öllum leikjunum. Fótbolti 5.12.2006 14:37
Washington stöðvaði Dallas Tólf leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið tapaði fyrir Washington 106-97 á útivelli. Gilbert Arenas skoraði 38 stig fyrir Washington en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas. Körfubolti 5.12.2006 14:22
Blendnar tilfinningar hjá Mourinho Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar hann var spurður að því í dag hvort hann vildi að Manchester United og Arsenal kæmust áfram í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin eru í baráttu við tvo lið frá Portúgal, heimalandi Mourinho. Fótbolti 4.12.2006 20:56
Markalaust hjá Man. City og Watford Manchester City og Watford gerðu markalaust jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og voru úrslitin nokkuð sanngjörn. Enski boltinn 4.12.2006 22:07
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent