Jewell vill leyfa leikaraskap 5. desember 2006 18:42 Paul Jewell kann svör við öllu - líka 4-0 tapinu gegn Liverpool um helgina NordicPhotos/GettyImages Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira