
Fjarskipti

Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“
Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Nova, segir yfirlýsingar Guðjóns Más Guðjónssonar, stofnanda OZ og Íslandssíma, um aðkomu hans að uppbyggingu Nova vera sögufölsun og trúi hann því sjálfur stappi það „nærri siðblindu“.

Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunarfélaga í eigu SKEL
Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins.

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum.

Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn
Tilkynnt var um viðskipti með 22,5 milljón hluti í Sýn á genginu 22,4 krónur við opnun Kauphallar í morgun. Viðskiptin eru upp á rúmar 500 milljónir króna sem svarar til um níu prósenta hlutar í félaginu.

Sjálfkjörið í stjórn Símans
Engar breytingar verða á stjórn Símans á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn. Sjálfkjörið er í stjórnina.

Heiðrún Lind í stjórn Sýnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti.

Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag.

Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins
Síminn hefur tilkynnt að dómur Hæstaréttar, um 400 milljóna króna stjórnvaldssekt, muni lækka afkomuspá félagsins um sömu upphæð. Dómurinn er sagður valda verulegum vonbrigðum.

Semja um fjögurra milljarða króna lán
Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, hefur undirritað sjö ára lánasamning við Ljósleiðarann ehf. til að styðja við fjárfestingar í ljósleiðarakerfinu á Íslandi á árunum 2024 til 2026. Lánið nemur fjórum milljörðum króna.

Ragna Árnadóttir hættir á þingi
Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst.

Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar
Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum.

Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum
Aðgerðum RARIK vegna óveðursins sem gekk yfir landið síðustu daga er að mestu lokið.

Skýr sýn og metnaður
Sýn er sterkt og lifandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar – í heimi hraðra breytinga og nýrra áskorana. Við eigum og rekum nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins og erum afar stolt af þeirri leiðandi stöðu sem við höfum byggt okkur.

Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819
Íslenska upplýsingaveitan 1819 og gervigreindarfyrirtækið Menni hafa skrifað undir samstarfssamning um innleiðingu gervigreindarlausna sem gerir 1819 kleift að bjóða viðskiptavinum upp á sólarhringsþjónustu.

Netsamband komið aftur á í Árbæ
Vegna bilunar í línuspjaldi hjá Mílu voru um þúsund nettengingar á heimilum og fyrirtækjum í Árbæ í Reykjavík óvirkar í eina og hálfa klukkustund.

Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn
Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands.

Stjórnvöld þurfi að sýna að erlendir fjárfestar séu velkomnir á Íslandi
Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu.

Bilun hjá Símanum
Bilun stóð yfir í farsímakerfum Símans í dag. Þessar truflanir náðu til ótilgreinds hluta viðskiptavina Símans. Síminn biður viðskiptavini sína afsökunar á þessu.

Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun
Viðgerð er lokið á ljósleiðarastrengnum sem tengir Skagaströnd við netið. Viðgerð lauk nokkrum klukkustundum á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að henni myndi ljúka um klukkan þrjú en henni lauk rétt fyrir klukkan eitt. Strengurinn fór í sundur vegna vatnavaxta í Hrafná.

Netlaust á Skagaströnd eftir slit
Slit hefur orðið á stofnljósleiðarastreng á Skagaströnd og verður því netlaust þar næstu klukkutímana.

Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá
Finnska lögreglan segist ekki rannsaka skemmdir á ljósleiðara sem olli umfangsmiklu netleysi sem sakamál að svo stöddu. Ljósleiðarinn fór í sundur á tveimur stöðum en fjarskiptafyrirtæki segir að á öðrum staðnum hafi hann skemmst við framkvæmdir.

Skorið á ljósleiðara í Finnlandi
Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti.

Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára
Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins var samþykktur á stjórnarfundi í dag.

Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn
Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni.

Klófestu leigumorðingja sem dulbjó sig sem gamlan mann
Lögreglan í Serbíu handtók í gær leigumorðingja sem myrti mann í Belgrad fyrir skipulögð glæpasamtök árið 2021. Leigumorðinginn er sagður hafa dulbúið sig sem gamlan mann til þess að nálgast fórnarlambið.

Alvarleg bilun í farsíma- og netþjónustu á Akureyri
Alvarleg bilun varð á Akureyri sem hafði áhrif á farsíma á Eyjafjarðarsvæðinu og heimanettengingu á Norðurlandi. Þá urðu einnig fyrirtækjatengingar fyrir áhrifum af þessari bilun. Bilun kom upp í varaaflsbúnaði. Búið er að leysa málið.

Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir
Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026. Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári.

Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri
Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor.

Stórar breytingar framundan
Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju

Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir
Nokkuð viðamiklar breytingar á skipuriti Símans hafa tekið gildi. Breytingin felur í sér að tvö ný svið verða til og eitt svið er lagt niður. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem var yfir sviðinu sjálfbærni og menning, hefur látið af störfum hjá félaginu.