Sýn gefur út afkomuviðvörun Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. október 2025 21:55 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Anton Brink Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. „Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina,“ segir í fréttatilkynningu frá Sýn. Í sumar sameinuðust vörumerki fyrirtækisins undir nafni Sýnar. Í nýrri afkomuspá er gert ráð fyrir 280 milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu, þar af sjö milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og um 350 milljónir króna á þeim fjórða. Gert var ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn yrði á bilinu átta hundruð til þúsund milljóna króna. Einnig var gert ráð fyrir að EBITDAaL yrði um fjögur þúsund til 4.200 milljónir króna en ný afkomuspá gerir ráð fyrir að það verði um 3.450 milljónir króna. Lækka rekstrarkostnað og ráðast í skipulagsbreytingar Áfram verði horft til lækkunar á rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem á að skila sér að fullu í byrjun næsta árs samkvæmt tilkynningunni auk þess sem lokið verður við að framselja farnetsdreifikerfi Sýnar til Sendafélagsins. „Í ljósi markaðsaðstæðna og skorts á raunhæfum aðgerðum stjórnvalda til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna miðla, annars vegar gagnvart RÚV og hins vegar erlendum efnisveitum og samskiptamiðlum, er félagið að vinna að endurskoðun á tekjumódeli í tengslum við fjölmiðlarekstur félagsins,“ segir í tilkynningunni. Þá hefur nú þegar verið ráðist í skipulagsbreytingar og verður Sölu- og þjónustusvið Sýnar sameinað inn á tvö svið. Sölusvið mun sameinast Upplifun viðskiptavina undir heitinu Sölu- og markaðssvið undir stjórn Guðmundar Halldórs Björnssonar. Þjónustusvið rennur saman við mannauðssvið og mun það heita Þjónustu- og mannauðssvið. Valdís Arnórsdóttir verður framkvæmdastjóri sviðsins. Vegna þessara breytinga hefur verið gert samkomulag við Gunnar Guðjónsson um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs og fækkar því um einn í framkvæmdastjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
„Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina,“ segir í fréttatilkynningu frá Sýn. Í sumar sameinuðust vörumerki fyrirtækisins undir nafni Sýnar. Í nýrri afkomuspá er gert ráð fyrir 280 milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu, þar af sjö milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og um 350 milljónir króna á þeim fjórða. Gert var ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn yrði á bilinu átta hundruð til þúsund milljóna króna. Einnig var gert ráð fyrir að EBITDAaL yrði um fjögur þúsund til 4.200 milljónir króna en ný afkomuspá gerir ráð fyrir að það verði um 3.450 milljónir króna. Lækka rekstrarkostnað og ráðast í skipulagsbreytingar Áfram verði horft til lækkunar á rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem á að skila sér að fullu í byrjun næsta árs samkvæmt tilkynningunni auk þess sem lokið verður við að framselja farnetsdreifikerfi Sýnar til Sendafélagsins. „Í ljósi markaðsaðstæðna og skorts á raunhæfum aðgerðum stjórnvalda til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna miðla, annars vegar gagnvart RÚV og hins vegar erlendum efnisveitum og samskiptamiðlum, er félagið að vinna að endurskoðun á tekjumódeli í tengslum við fjölmiðlarekstur félagsins,“ segir í tilkynningunni. Þá hefur nú þegar verið ráðist í skipulagsbreytingar og verður Sölu- og þjónustusvið Sýnar sameinað inn á tvö svið. Sölusvið mun sameinast Upplifun viðskiptavina undir heitinu Sölu- og markaðssvið undir stjórn Guðmundar Halldórs Björnssonar. Þjónustusvið rennur saman við mannauðssvið og mun það heita Þjónustu- og mannauðssvið. Valdís Arnórsdóttir verður framkvæmdastjóri sviðsins. Vegna þessara breytinga hefur verið gert samkomulag við Gunnar Guðjónsson um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs og fækkar því um einn í framkvæmdastjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira