Bjarnheiður Hallsdóttir

Fréttamynd

Eru skattar og gjöld verðmæta­sköpun?

Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Betur borgandi ferða­menn“

Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Ég kýs Katrínu!

Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er.

Skoðun
Fréttamynd

Hag­fræðin á Heimildinni

Í samfélagsumræðunni undanfarið hefur það orðið að nokkurs konar samkvæmisleik að halda því fram að ferðaþjónusta eigi sök á flestu sem miður hefur farið í hagkerfinu undanfarin ár. Að sögn sjálfskipaðra sérfræðinga um efnahagsmál er hún orsök almennrar þenslu, verðbólgu, hárra stýrivaxta og framboðsskorts á húsnæðismarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­þjónusta, inn­flytj­endur og ís­lenskt sam­fé­lag

Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. 

Skoðun
Fréttamynd

Þre­föld rangstaða flug­um­ferðar­stjóra

Stór hluti þjóðarinnar horfir nú í forundran á framgöngu lítillar hálaunastéttar, sem hefur það á valdi sínu að loka landinu, eyjunni norður í höfum - þaðan og þangað sem fólk hefur nánast enga möguleika að ferðast, öðruvísi en með flugi.

Skoðun
Fréttamynd

Hefurðu komið í „Yoda Cave“ og á „Diamond Beach“?

Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf

Það er alveg ljóst að íslenska viðhorfið og lífsstíllinn „þetta reddast“ á ekkert erindi í ákvarðanatöku hins opinbera um breytingar á sköttum og álögum í ferðaþjónustu, frekar en í öðrum atvinnugreinum.

Skoðun
Fréttamynd

Skrum um ferða­þjónustu

Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum.

Skoðun
Fréttamynd

Er ferða­þjónustan að rústa ís­lenskunni?

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­menn til mestu ó­þurftar!

Það er stórmerkilegt hvað ólíklegasta fólk finnur ferðaþjónustu flest til foráttu þessa dagana. Hún er sögð „stjórnlaus“, „óskipulögð“, „auðvitað ráði þar bara græðgin ríkjum“ og það nýjasta er, að hún á nú að vera orðin helsti sökudólgur þeirra vandræða sem við glímum nú við í efnahagslífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Nú er nóg komið!

Nú er rétt ár liðið frá því að síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands, eftir tveggja ára barning og ólýsanlega erfiðleika allra í ferðaþjónustu. Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum þessu!

Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða.

Skoðun
Fréttamynd

Blóðmerar og ímynd Íslands

Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds.

Skoðun
Fréttamynd

Dansinn við íslensku krónuna

Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina.

Skoðun
Fréttamynd

Þau sem urðu verst úti

Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá.

Skoðun
Fréttamynd

Raun­veru­leikinn í ferða­þjónustu

Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 21. október var frétt með fyrirsögninni „Hundruð ferðaþjónustufyrirtækja þurfa áfram lánafrystingu í vetur”. Þessi frétt var ágætis áminning ofan í fullyrðingar og umfjallanir hinna ýmsu greiningaraðila undanfarið, þar sem halda mætti að allt væri fallið í ljúfa löð og vandræði ferðaþjónustunnar að baki.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendinga­sumar og allt í blóma?

Þeir eru fjölmargir sem tala af miklum sannfæringarkrafti, með rómantískt blik í auga, að fráleitt sé að breyta fyrirkomulagi á landamærum Íslands, til að erlendir ferðamenn geti heimsótt okkur á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Frysting er eina vitið!

Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er eðlilegt?

Nú hefur verið slakað á samkomutakmörkunum innanlands og tveggja metra reglan orðin að eins metra reglu.

Skoðun
Fréttamynd

Menningar­veturinn

Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa.

Skoðun
Fréttamynd

Veröld ný

Þjóðin er eðlilega vonsvikin yfir því að faraldurinn hafi tekið sig upp aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Þrá­látar rang­hug­myndir þing­konu

Það er margt bullið sem slengt er fram um ferðaþjónustu reglulega. Oftast er það ekki svara vert. En þegar kjörinn fulltrúi og þingflokksformaður Samfylkingarinnar reiðir til höggs og skellir blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins, þá get ég ekki á mér setið.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaviljinn - ætla þeir að koma?

Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Flugið og raunveruleikinn

Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári.

Skoðun
Fréttamynd

Mér of­býður

Það dylst engum að starfsemi langflestra ferðaþjónustufyrirtækja landsins er nú lömuð. Um er að ræða um það bil fjögur þúsund fyrirtæki. Langflest lítil, nokkur meðalstór og örfá stór.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2