Blóðmerar og ímynd Íslands Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 14:00 Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Blóðmerahald Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun