„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 26. október 2023 19:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun