Franski boltinn

Fréttamynd

Tíu leik­menn PSG kláruðu Le Havre

Frakklandsmeistarar PSG unnu sterkan 0-2 sigur er liðið heimsótti Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir frá París þurftu þó að leika stærstan hluta leiksins manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

Men­dy stefnir Man City

Benjamin Mendy, leikmaður Lorient í Frakklandi, ætlar í mál við fyrrum vinnuveitanda sinn, Manchester City. eftir að félagið hætti að borga honum laun eftir að leikmaðurinn var kærður fyrir fjölda nauðgana árið 2021. Mendy var sýknaður í öllum ákæruliðum fyrr á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja að leikurinn fari fram á hlut­lausum velli

Lyon hefur harðlega mótmælt og mun áfrýja ákvörðun franska knattspyrnusambandsins að leyfa Marseille að njóta stuðnings aðdénda sinna þegar liðin mætast í frestuðum leik á Velodrome leikvanginum þann 6. desember. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta hefði getað endað sem harm­leikur“

Ítalski knattspyrnustjórinn Fabio Grosso hefur þakkað fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið eftir að hann stórslasaðist í andliti eftir árás stuðningsmanna Marseille á liðsrútu Lyon á sunnudagskvöldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Níu hand­teknir eftir á­rás á liðs­rútu Lyon

Alls hafa níu verið handteknir eftir að stuðningsmenn Marseille réðust á liðsrútu Lyon fyrir leik liðanna í frönsku úrvalsdeildinni með þeim afleiðingum að sauma þurfti 13 spor í andlit Fabio Grosso, þjálfara Lyon.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé bjargaði sigri PSG

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain unnu nauman 2-3 sigur er liðið heimsótti Brest í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti