Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 12:45 Paulo Fonseca fór með enni sitt í enni dómarans Benoit Millot og hellti sér yfir hann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski þjálfari Lyon í Frakklandi, er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og ógnað dómara leiks við Brest um helgina. Fonseca brjálaðist þegar vítaspyrna var dæmd á Lyon og fékk rautt spjald. Þegar dómarinn sýndi honum rauða spjaldið labbaði hann með ógnandi hætti að dómaranum, hellti úr skálum reiði sinnar og setti enni sitt alveg að enni dómarans. Um tíma virtist Fonseca hreinlega ætla að skalla dómarann. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Málið hefur valdið hneykslan í Frakklandi og kallað hefur verið eftir því að Fonseca hljóti þunga refsingu. Samkvæmt reglum franska knattspyrnusambandsins gæti hann fengið sjö mánaða bann. „Þessi hegðun er algjörlega óviðunandi,“ sagði Marie Barsacq, ráðherra íþróttamála í Frakklandi. Ver sig á hóteli í Búkarest Franski miðillinn L'Equipe segir að líklega muni franska sambandið leitast eftir því hjá FIFA að bannið verði alþjóðlegt og gildi því í öllum keppnum. Segir miðillinn að FIFA samþykki jafnan slíkar beiðnir, líkt og í tilviki Sandro Tonali sem var dæmdur á Ítalíu vegna veðmála en var þá orðinn leikmaður Newcastle á Englandi. Næsti leikur Lyon er einmitt í Evrópudeildinni, gegn FCSB í Rúmeníu á fimmtudaginn. L'Equipe segir að á morgun, daginn fyrir leik, muni aganefnd hlýða á vitnisburð Fonseca frá hóteli í Búkarest þar sem hann muni freista þess að sannfæra nefndina um að dæma hann ekki í langt bann. Búið spil út af banni? Christophe Dugarry, álitsgjafi RMC og fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, segir framtíð Fonseca hjá Lyon í algjörri óvissu. „Hvernig er það hægt, eftir að hafa veitt honum traust, að halda honum ef hann fær sjö mánaða bann? Hvernig er hægt að halda þjálfara sem hefur skapað svona slæma ímynd?“ spurði Dugarry. Fonseca, sem tók við Lyon fyrir aðeins rúmum mánuði síðan, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og ítrekað afsökunarbeiðni sína í bréfi til frönsku dómarasamtakanna. Franski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Sjá meira
Fonseca brjálaðist þegar vítaspyrna var dæmd á Lyon og fékk rautt spjald. Þegar dómarinn sýndi honum rauða spjaldið labbaði hann með ógnandi hætti að dómaranum, hellti úr skálum reiði sinnar og setti enni sitt alveg að enni dómarans. Um tíma virtist Fonseca hreinlega ætla að skalla dómarann. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Málið hefur valdið hneykslan í Frakklandi og kallað hefur verið eftir því að Fonseca hljóti þunga refsingu. Samkvæmt reglum franska knattspyrnusambandsins gæti hann fengið sjö mánaða bann. „Þessi hegðun er algjörlega óviðunandi,“ sagði Marie Barsacq, ráðherra íþróttamála í Frakklandi. Ver sig á hóteli í Búkarest Franski miðillinn L'Equipe segir að líklega muni franska sambandið leitast eftir því hjá FIFA að bannið verði alþjóðlegt og gildi því í öllum keppnum. Segir miðillinn að FIFA samþykki jafnan slíkar beiðnir, líkt og í tilviki Sandro Tonali sem var dæmdur á Ítalíu vegna veðmála en var þá orðinn leikmaður Newcastle á Englandi. Næsti leikur Lyon er einmitt í Evrópudeildinni, gegn FCSB í Rúmeníu á fimmtudaginn. L'Equipe segir að á morgun, daginn fyrir leik, muni aganefnd hlýða á vitnisburð Fonseca frá hóteli í Búkarest þar sem hann muni freista þess að sannfæra nefndina um að dæma hann ekki í langt bann. Búið spil út af banni? Christophe Dugarry, álitsgjafi RMC og fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, segir framtíð Fonseca hjá Lyon í algjörri óvissu. „Hvernig er það hægt, eftir að hafa veitt honum traust, að halda honum ef hann fær sjö mánaða bann? Hvernig er hægt að halda þjálfara sem hefur skapað svona slæma ímynd?“ spurði Dugarry. Fonseca, sem tók við Lyon fyrir aðeins rúmum mánuði síðan, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og ítrekað afsökunarbeiðni sína í bréfi til frönsku dómarasamtakanna.
Franski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti