Kynferðisofbeldi Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur fellt ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genóa í knattspyrnu, úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum. Hann verður því ákærður fyrir kynferðisbrot. Innlent 24.5.2024 16:27 Ákærður fyrir að nauðga barnungri hálfsystur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær nauðganir en önnur þeirra beindist gegn barnungri hálfsystur hans. Meint brot mannsins áttu sér stað árið 2021, annars vegar í maí og hins vegar í júní. Innlent 24.5.2024 08:00 Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. Innlent 23.5.2024 19:22 Sker úr um hvort sáðlát yfir andlit með valdi sé nauðgun Hæstiréttur hefur veitt Gareese Joshua Gray, sem var sakfelldur fyrir nauðgun í Landsrétti, áfrýjunarleyfi. Að mati Hæstaréttar er ekki útilokað að hann komist að annarri niðurstöðu en Landsréttur um hvort það teljist nauðgun að hafa sáðlát yfir andlit með valdi. Innlent 22.5.2024 14:11 Beint streymi: Kynferðisofbeldi og önnur áföll á Íslandi Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi um niðurstöður nýrra rannsókna á áhrifum og afleiðingum kynferðisofbeldis og annarra áfalla á líf fólks á Íslandi. Innlent 22.5.2024 12:30 Kona sem sendi nektarmyndir í bræði fær grænt ljós Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni konu um að taka mál hennar fyrir, en það varðar sendingar hennar af nektarmyndum sem sýndu eiginmann hennar og aðra konu. Innlent 22.5.2024 12:20 Bergvin dæmdur fyrir að áreita þrjár konur Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Hann fær sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, vegna brotanna. Innlent 18.5.2024 15:11 „Mig langaði bara að drepa þennan mann“ Hörður Þór Rúnarsson var sjö ára gamall þegar hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri manns. Maðurinn varð uppvís að því að hafa einnig brotið á tveimur öðrum drengjum. Þar sem maðurinn var frá upphafi talinn andlega vanheill og þar með ósakhæfur fór málið aldrei fyrir dóm. Innlent 12.5.2024 09:00 Viðhorf breytist ekki við það bara að klæða sig í lögreglubúning Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni. Innlent 10.5.2024 15:11 Sýknaður af nauðgun en enginn vafi að konan telji á sér brotið Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun af Héraðsdómi Austurlands. Segir í dómnum að ekki hafi verið færð nógu sannfærandi rök fyrir því að manninum hafi verið ljóst að hann gengi gegn vilja konunnar. Enginn vafi sé þó hjá dómnum að konan telji að á sér hafi verið brotið. Innlent 9.5.2024 17:01 Segir viðmælendur sitja undir hótunum netaktívista Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans. Innlent 6.5.2024 10:14 Kolbeinn hafi strokið kynfæri stúlkunnar ítrekað Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum. Innlent 3.5.2024 15:39 Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. Innlent 2.5.2024 20:30 Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir brot gegn barnungri stúlku Kolbeinn Sigþórsson hefur verið ákærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Kolbeinn neitar sök, en meint brot á að hafa verið framið í júní fyrir tveimur árum. Innlent 2.5.2024 17:10 Biðlistinn á Stígamótum styttist í fyrsta sinn í þrjú ár Rúmlega ellefu þúsund hafa leitað til Stígamóta frá upphafi starfsemi þeirra fyrir 34 árum. Körlum sem leituðu til Stígamóta fjölgaði milli ára en biðlisti eftir fyrsta viðtali styttist í fyrsta sinn í þrjú ár. Talskona Stígamóta segir mikið ánægjuefni. Innlent 2.5.2024 13:21 Fjölmenn mótmæli vegna ofbeldisbylgju í Ástralíu Þúsundir Ástrala gengu til mótmæla í dag vegna ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir landið á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra segir að um þjóðarkrísu ræðir og heitir aðgerðum. Erlent 28.4.2024 10:24 Refsing fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar þyngd Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Innlent 26.4.2024 16:45 Ákvörðun áfrýjunardómstólsins áfall og stórt skref aftur á bak Leikkonan Ashley Judd, sem var meðal þeirra fyrstu sem stigu fram og greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, segir það áfall að dóminum yfir honum hafi verið snúið. Erlent 26.4.2024 06:56 Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að nauðga pilti undir lögaldri. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. Innlent 24.4.2024 15:13 Tveir nítján ára handteknir fyrir nauðgun Um helgina voru tveir leikmenn úr sama félaginu í ensku úrvalsdeildinni handteknir vegna gruns um nauðgun. Leikmennirnir eru báðir nítján ára. Enski boltinn 24.4.2024 07:30 Myndaði annan mann í sturtuklefanum Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka ljósmyndir af öðrum manni í sturtuklefa. Innlent 23.4.2024 09:30 Tók upp þegar hann nauðgaði kærustu sinni í tvígang Tæplega sextugur karlmaður hlaut í vikunni þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær nauðganir og fyrir að taka þær upp. Maðurinn heitir Elmar Örn Sigurðsson, en brotin áttu sér stað í janúar og september 2017. Innlent 19.4.2024 15:43 Mál kvenna vegna líkamsleitar í kjölfar barnsfundar fellt niður Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál fimm kvenna gegn Qatar Airways, vegna líkamsleitar sem þær voru látnar sæta. Erlent 11.4.2024 08:43 Svona lítur meðvirkni út Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Skoðun 11.4.2024 08:00 Þarf að bera vitni fyrir framan meintan káfara: Vottorð listmeðferðarfræðings ekki nóg Ung kona þarf að bera vitni fyrir framan mann sem er ákærður fyrir að hafa strokið yfir rass hennar utanklæða á veitingastað þar sem hún var við vinnu. Í staðfestum úrskurði héraðsdóms segir að vottorð listmeðferðarfræðings gefi ekki tilefni til að víkja frá meginreglu um að sakaðar maður fái að hlýða á vitnisburð brotaþola. Innlent 2.4.2024 11:49 Ákærður fyrir að nauðga konu, taka það upp og setja myndefnið í póstkassa hennar Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvö kynferðisbrot gegn konu og fyrir að útbúa myndskeið af báðum nauðgunum og setja minnislykil með upptökunum í póstkassa konunnar. Innlent 29.3.2024 17:54 Ákærður fyrir leynilega nektarmynd í Nauthólsvík Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi með því að taka myndir af öðrum manni þar sem hann baðaði sig nakinn í sturtuklefa Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. Innlent 29.3.2024 11:39 Flestir öryggishnappar vegna heimilisofbeldis Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt. Innlent 27.3.2024 13:47 „Galið að fara svona með opinbert fé“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við Höllu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa. Innlent 27.3.2024 11:43 Halla fer á eftir kjörnum áreiturum og ofbeldisseggjum Halla Gunnarsdóttir, starfsmaður upplýsingasviðs Landspítala, skrifaði Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf þar sem hún lýsir því hvernig hún ætlar að elta uppi „kjörna áreitara og ofbeldisseggi“. Innlent 27.3.2024 10:31 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 62 ›
Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur fellt ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genóa í knattspyrnu, úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum. Hann verður því ákærður fyrir kynferðisbrot. Innlent 24.5.2024 16:27
Ákærður fyrir að nauðga barnungri hálfsystur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær nauðganir en önnur þeirra beindist gegn barnungri hálfsystur hans. Meint brot mannsins áttu sér stað árið 2021, annars vegar í maí og hins vegar í júní. Innlent 24.5.2024 08:00
Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. Innlent 23.5.2024 19:22
Sker úr um hvort sáðlát yfir andlit með valdi sé nauðgun Hæstiréttur hefur veitt Gareese Joshua Gray, sem var sakfelldur fyrir nauðgun í Landsrétti, áfrýjunarleyfi. Að mati Hæstaréttar er ekki útilokað að hann komist að annarri niðurstöðu en Landsréttur um hvort það teljist nauðgun að hafa sáðlát yfir andlit með valdi. Innlent 22.5.2024 14:11
Beint streymi: Kynferðisofbeldi og önnur áföll á Íslandi Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi um niðurstöður nýrra rannsókna á áhrifum og afleiðingum kynferðisofbeldis og annarra áfalla á líf fólks á Íslandi. Innlent 22.5.2024 12:30
Kona sem sendi nektarmyndir í bræði fær grænt ljós Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni konu um að taka mál hennar fyrir, en það varðar sendingar hennar af nektarmyndum sem sýndu eiginmann hennar og aðra konu. Innlent 22.5.2024 12:20
Bergvin dæmdur fyrir að áreita þrjár konur Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Hann fær sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, vegna brotanna. Innlent 18.5.2024 15:11
„Mig langaði bara að drepa þennan mann“ Hörður Þór Rúnarsson var sjö ára gamall þegar hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri manns. Maðurinn varð uppvís að því að hafa einnig brotið á tveimur öðrum drengjum. Þar sem maðurinn var frá upphafi talinn andlega vanheill og þar með ósakhæfur fór málið aldrei fyrir dóm. Innlent 12.5.2024 09:00
Viðhorf breytist ekki við það bara að klæða sig í lögreglubúning Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni. Innlent 10.5.2024 15:11
Sýknaður af nauðgun en enginn vafi að konan telji á sér brotið Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun af Héraðsdómi Austurlands. Segir í dómnum að ekki hafi verið færð nógu sannfærandi rök fyrir því að manninum hafi verið ljóst að hann gengi gegn vilja konunnar. Enginn vafi sé þó hjá dómnum að konan telji að á sér hafi verið brotið. Innlent 9.5.2024 17:01
Segir viðmælendur sitja undir hótunum netaktívista Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans. Innlent 6.5.2024 10:14
Kolbeinn hafi strokið kynfæri stúlkunnar ítrekað Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum. Innlent 3.5.2024 15:39
Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. Innlent 2.5.2024 20:30
Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir brot gegn barnungri stúlku Kolbeinn Sigþórsson hefur verið ákærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Kolbeinn neitar sök, en meint brot á að hafa verið framið í júní fyrir tveimur árum. Innlent 2.5.2024 17:10
Biðlistinn á Stígamótum styttist í fyrsta sinn í þrjú ár Rúmlega ellefu þúsund hafa leitað til Stígamóta frá upphafi starfsemi þeirra fyrir 34 árum. Körlum sem leituðu til Stígamóta fjölgaði milli ára en biðlisti eftir fyrsta viðtali styttist í fyrsta sinn í þrjú ár. Talskona Stígamóta segir mikið ánægjuefni. Innlent 2.5.2024 13:21
Fjölmenn mótmæli vegna ofbeldisbylgju í Ástralíu Þúsundir Ástrala gengu til mótmæla í dag vegna ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir landið á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra segir að um þjóðarkrísu ræðir og heitir aðgerðum. Erlent 28.4.2024 10:24
Refsing fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar þyngd Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Innlent 26.4.2024 16:45
Ákvörðun áfrýjunardómstólsins áfall og stórt skref aftur á bak Leikkonan Ashley Judd, sem var meðal þeirra fyrstu sem stigu fram og greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, segir það áfall að dóminum yfir honum hafi verið snúið. Erlent 26.4.2024 06:56
Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að nauðga pilti undir lögaldri. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. Innlent 24.4.2024 15:13
Tveir nítján ára handteknir fyrir nauðgun Um helgina voru tveir leikmenn úr sama félaginu í ensku úrvalsdeildinni handteknir vegna gruns um nauðgun. Leikmennirnir eru báðir nítján ára. Enski boltinn 24.4.2024 07:30
Myndaði annan mann í sturtuklefanum Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka ljósmyndir af öðrum manni í sturtuklefa. Innlent 23.4.2024 09:30
Tók upp þegar hann nauðgaði kærustu sinni í tvígang Tæplega sextugur karlmaður hlaut í vikunni þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær nauðganir og fyrir að taka þær upp. Maðurinn heitir Elmar Örn Sigurðsson, en brotin áttu sér stað í janúar og september 2017. Innlent 19.4.2024 15:43
Mál kvenna vegna líkamsleitar í kjölfar barnsfundar fellt niður Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál fimm kvenna gegn Qatar Airways, vegna líkamsleitar sem þær voru látnar sæta. Erlent 11.4.2024 08:43
Svona lítur meðvirkni út Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Skoðun 11.4.2024 08:00
Þarf að bera vitni fyrir framan meintan káfara: Vottorð listmeðferðarfræðings ekki nóg Ung kona þarf að bera vitni fyrir framan mann sem er ákærður fyrir að hafa strokið yfir rass hennar utanklæða á veitingastað þar sem hún var við vinnu. Í staðfestum úrskurði héraðsdóms segir að vottorð listmeðferðarfræðings gefi ekki tilefni til að víkja frá meginreglu um að sakaðar maður fái að hlýða á vitnisburð brotaþola. Innlent 2.4.2024 11:49
Ákærður fyrir að nauðga konu, taka það upp og setja myndefnið í póstkassa hennar Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvö kynferðisbrot gegn konu og fyrir að útbúa myndskeið af báðum nauðgunum og setja minnislykil með upptökunum í póstkassa konunnar. Innlent 29.3.2024 17:54
Ákærður fyrir leynilega nektarmynd í Nauthólsvík Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi með því að taka myndir af öðrum manni þar sem hann baðaði sig nakinn í sturtuklefa Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. Innlent 29.3.2024 11:39
Flestir öryggishnappar vegna heimilisofbeldis Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt. Innlent 27.3.2024 13:47
„Galið að fara svona með opinbert fé“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við Höllu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa. Innlent 27.3.2024 11:43
Halla fer á eftir kjörnum áreiturum og ofbeldisseggjum Halla Gunnarsdóttir, starfsmaður upplýsingasviðs Landspítala, skrifaði Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf þar sem hún lýsir því hvernig hún ætlar að elta uppi „kjörna áreitara og ofbeldisseggi“. Innlent 27.3.2024 10:31