Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2025 07:09 Dætur Combs og móðir hans mættu í dómsal í gær en sjálfur lét hann lítið fyrir sér fara. Getty/John Lamparski „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira