Sláandi tölur: Kyrkingartökum og eltihrellum fer fjölgandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 19:03 Jenný Kristín Valberg segir kyrkingartök og eltihrelli færast í aukana. Vísir/Ívar Fannar Sláandi fjölda leitaði til Bjarkarhlíðar á síðasta ári vegna alvarlegs ofbeldis sem leitt getur til andláts að sögn teymisstýru. Hún segist óttast að raunveruleg tala fórnarlamba sé mun hærri, búið sé að normalísera ofbeldið. 758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira