„Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Formaður Öryrkjabandalagsins segir ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem höfðu samræði við fatlaða konu, staðfesta að það megi brjóta á fötluðu fólki. Hún segir fötluðum ekki trúað vegna skerðinga sinna. Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum. Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37