Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“

Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum.

Innlent
Fréttamynd

Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brott­vísun

Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úr­elt

„Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir ykkur, Blessing, Mary og Esther

Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju.

Skoðun
Fréttamynd

„Maður getur varla í­myndað sér hvað þarf að koma til“

Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Senda á ellefu ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi

Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm á­stæður fyrir því að Ís­land á að taka á móti fólki á flótta

Fólk á flótta (og við öll) myndum félagsauð en félagsauður er hugtak sem nær yfir fjölbreytt safn hugmynda er felast í því að ákveðinn auð sé hægt að nálgast í gegnum félagsleg samskipti. Þessi auður er ekki áþreifanlegur og ekki mjög auðvelt að meta hann til fjár en hann nær yfir þá tengingu sem ríkir á milli einstaklinga eða hópa þjóðfélagsins óháð bakgrunn þeirra, viðhorf og samspil ólíkra hugmynda.

Skoðun
Fréttamynd

Spurt og svarað um útlendingamál

Það er engin skortur á fólki sem tjáir sig um útlendingamál. Því miður er það oftar en ekki þannig að það sem er sagt opinberlega er ekki endilega rétt. Alla jafna snýst málið um það að fólk misskilur orðræðuna og í raun misskilur það sem raunverulega er verið að meina með henni. Ég ætla að gera einlæga tilraun til að leggja hér upp þær spurningar sem gjarnan brenna á fólki í þessu samhengi og gera mitt allra besta til að svara þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Opna mið­stöð fyrir palestínsk börn

Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl.

Innlent
Fréttamynd

Flótta­menn tóku for­skot á stóra plokkdaginn

Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn.

Innlent
Fréttamynd

Vill raun­særri stefnu í útlendingamálum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur.

Innlent
Fréttamynd

Kæran felld niður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka.

Innlent
Fréttamynd

„Trúði því ekki að þetta væri ég“

Karlmaður á flótta sem dvelur í Neyðarskýli Rauða krossins segist ekki hafa trúað eigin augum þegar hann horfði á myndband af sjálfum sér með hróp og köll á þingpöllum Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Er þetta eðli­legt?

Hvað fær ungan mann til að klifra utan á þingpöllunum frammi fyrir fullum þingsal? Hver er það sem hrópar: Þið hafið steinhjarta? Og af hverju?

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt fyrir sál­rænan bata að fá góðar mót­tökur

Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að geri megi ráð fyrir að flestir þeirra beri mörg áföll á bakinu og því sé mikilvægt fyrir sálrænan bata þeirra að Íslendingar taki vel á móti þeim.

Innlent
Fréttamynd

Yndis­leg stund sem allir sem eigi fjöl­skyldur hljóti að skilja

Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað.

Innlent