Öðruvísi Íslendingar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 19. október 2024 21:32 Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Innflytjendamál Íslensk tunga Flóttafólk á Íslandi Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun