Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. nóvember 2024 10:57 Sema Erla Serdar er stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Vísir/Vilhelm Formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk segir Framsóknarflokkinn hafa innleitt mannfjandsamlegustu stefnu í málefnum flóttafólks frá seinni heimsstyrjöld. Ekkert við framferði flokksins síðustu ár gefi til kynna að hann standi fyrir mannúð þrátt fyrir orð formannsins um annað. Fyrstu kappræður formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar fóru fram í gær á Rúv. Þar voru umræður um útlendingamál sérstaklega fyrirferðamiklar. Spurningin sem kom umræðunni af stað tengdist málefnum hælisleitenda en þróaðist svo út í almenna umræðu um útlendingamál. Sumir formenn höfðu orð á því að þetta væri allt saman tengt, aðrir gagnrýndu stefnu síðustu ríkisstjórnar áður en Sigurður Ingi endaði á eldræðu sem hann las upp af blaði. Þar sagði hann að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti og að Framsókn væri flokkur mannúðar og mannvirðingar. Ræða Sigurðar hefur vakið töluverða athygli, bæði vegna þess hve heitt Sigurði var í hamsi og af því Framsóknarflokkurinn hefur ekki tekið svo einarða afstöðu í málunum áður. Margir hrósuðu Sigurði fyrir þessa mannúðlegu nálgun hans en öðrum finnst kveða við holan hljóm. Skert mannréttindi flóttafólks til muna Ein þeirra sem gagnrýnir Sigurð er Sema Erla Serdaroglu, formaður samtakanna Solaris og aðjúnkt á menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Flokkurinn hafi tekið þátt í innleiðingu mannfjandsamlegrar stefnu og látið málefni innflytjenda sig lítið varða. „Það vill gleymast að Framsóknarflokkurinn, undir forystu Sigurðar Inga, hefur líka verið í ríkisstjórn síðustu sjö ár. Það er tilefni til þess að minna á að undir forystu hans hefur þingflokkur Framsóknarflokksins talað fyrir og tekið þátt í innleiðingu á mannfjandsamlegustu stefnu í málefnum flóttafólks síðan í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Hermann Jónasson, ráðherra Framsóknarflokksins, neitaði gyðingum markvisst um vernd á Íslandi,“ skrifaði Sema í færslu á Facebook í gærkvöldi. Sigurður Ingi og þingflokkur Framsóknarflokksins bæru ábyrgð á öllum þeim „skelfilegu breytingum“ sem hefðu verið gerðar á útlendingalögunum síðustu ár. „Lög sem hafa skert mannréttindi flóttafólks til muna, þrengt verulega að möguleikum fólks á flótta til þess að sækja um vernd á Íslandi, innleitt ómannúðlega meðferð á flóttafólki, stuðlað að ítrekuðum fjöldabrottvísunum á fólki og markvisst aukið misrétti og ofbeldi í garð flóttafólks,“ sagði einnig í færslunni. Lögfestu kerfisbundinn rasisma og jaðarsetningu flóttafólks Framsókn hafi heldur aldrei mótmælt breytingum á lögum um útlendinga opinberlega heldur greitt atkvæði með lögum sem fælu í sér brot á stjórnarskránni og alþjóðalögum. „Meðal annars lögfestingu þess að það megi svipta flóttafólk allri grundvallarþjónustu eins og þaki yfir höfuðið, heilbrigðisþjónustu og fjárstuðningi til að kaupa mat - sem varð til þess að nýr þjóðfélagshópur varð og er til í íslensku samfélagi - heimilislaust flóttafólk,“ skrifaði hún. Framsókn bæri ábyrgð á lögum sem hefðu lögfest kerfisbundinn rasisma, jaðarsetningu og ofbeldi í garð flóttafólks. „Lög sem réttlæta meðferðina á Hussein Hussein, lög sem vernda ekki þolendur mansals eins og Blessing, Mary og Esther. Lög sem gerðu yfirvöldum kleift að neita Yazan Tamimi um vernd og réttlæta ríkisofbeldið í garð hans og fjölskyldu hans.“ Ekki sýnt Palestínu neinn áhuga Þá nefnir Sema sérstaklega að síðasta ríkisstjórn hafi aldrei tekið afstöðu til þjóðarmorðsins á Gaza né Framsókn gert með neinum markvissum hætti. „Flokkurinn hefur, eins og aðrir stjórnarflokkar, sýnt algjört áhuga- og aðgerðaleysi þegar kemur þjóðernishreinsunum, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni í Palestínu og er þar af leiðandi samsekur í þjóðarmorði. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og félaga frystu til dæmis greiðslur til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað grípa til neinna aðgerða til þess að hafa áhrif á framferði ísraelskra stjórnvalda. Þau hafa ekki einu sinni verið til í samtal um það,“ skrifar hún í færslunni. Sama ríkisstjórn hafi ekkert gert til þess að koma Palestínufólki með dvalarleyfi á Íslandi undan þjóðarmorði á Gaza fyrr en almenningur hafi farið og sótt fólk. Nú síðast hafi ríkisstjórnin breytt útlendingalögum á þann veg að nú þurfi Palestínufólk að bíða í tvö ár frá því það fær vernd á Íslandi til þess að geta sótt um fjölskyldusameiningu á Íslandi. „Verk síðustu ára tala sínu máli“ Sigurður Ingi hafi ekki gert neinar athugasemdir við málflutning samráðherra síns, Bjarna Benediktssonar, um blöndum menningarheima. „Það er nákvæmlega ekkert við framferði Sigurðar Inga, ráðherra og þingfólks Framsóknarflokksins eða flokksins almennt, síðustu ár sem gefur til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð, eins og formaðurinn reynir nú að halda fram, korter í kosningar. Hvers konar málflutningur um slíkt er innihaldslaus og lítið annað en blekkingarleikur. Verk síðustu ára tala sínu máli. Það er þó rétt að sagan mun dæma hann, Framsóknarflokkinn og ríkisstjórn síðustu ára. Bara ekki eins og hann vonar,“ skrifar Sema að lokum. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Fyrstu kappræður formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar fóru fram í gær á Rúv. Þar voru umræður um útlendingamál sérstaklega fyrirferðamiklar. Spurningin sem kom umræðunni af stað tengdist málefnum hælisleitenda en þróaðist svo út í almenna umræðu um útlendingamál. Sumir formenn höfðu orð á því að þetta væri allt saman tengt, aðrir gagnrýndu stefnu síðustu ríkisstjórnar áður en Sigurður Ingi endaði á eldræðu sem hann las upp af blaði. Þar sagði hann að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti og að Framsókn væri flokkur mannúðar og mannvirðingar. Ræða Sigurðar hefur vakið töluverða athygli, bæði vegna þess hve heitt Sigurði var í hamsi og af því Framsóknarflokkurinn hefur ekki tekið svo einarða afstöðu í málunum áður. Margir hrósuðu Sigurði fyrir þessa mannúðlegu nálgun hans en öðrum finnst kveða við holan hljóm. Skert mannréttindi flóttafólks til muna Ein þeirra sem gagnrýnir Sigurð er Sema Erla Serdaroglu, formaður samtakanna Solaris og aðjúnkt á menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Flokkurinn hafi tekið þátt í innleiðingu mannfjandsamlegrar stefnu og látið málefni innflytjenda sig lítið varða. „Það vill gleymast að Framsóknarflokkurinn, undir forystu Sigurðar Inga, hefur líka verið í ríkisstjórn síðustu sjö ár. Það er tilefni til þess að minna á að undir forystu hans hefur þingflokkur Framsóknarflokksins talað fyrir og tekið þátt í innleiðingu á mannfjandsamlegustu stefnu í málefnum flóttafólks síðan í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Hermann Jónasson, ráðherra Framsóknarflokksins, neitaði gyðingum markvisst um vernd á Íslandi,“ skrifaði Sema í færslu á Facebook í gærkvöldi. Sigurður Ingi og þingflokkur Framsóknarflokksins bæru ábyrgð á öllum þeim „skelfilegu breytingum“ sem hefðu verið gerðar á útlendingalögunum síðustu ár. „Lög sem hafa skert mannréttindi flóttafólks til muna, þrengt verulega að möguleikum fólks á flótta til þess að sækja um vernd á Íslandi, innleitt ómannúðlega meðferð á flóttafólki, stuðlað að ítrekuðum fjöldabrottvísunum á fólki og markvisst aukið misrétti og ofbeldi í garð flóttafólks,“ sagði einnig í færslunni. Lögfestu kerfisbundinn rasisma og jaðarsetningu flóttafólks Framsókn hafi heldur aldrei mótmælt breytingum á lögum um útlendinga opinberlega heldur greitt atkvæði með lögum sem fælu í sér brot á stjórnarskránni og alþjóðalögum. „Meðal annars lögfestingu þess að það megi svipta flóttafólk allri grundvallarþjónustu eins og þaki yfir höfuðið, heilbrigðisþjónustu og fjárstuðningi til að kaupa mat - sem varð til þess að nýr þjóðfélagshópur varð og er til í íslensku samfélagi - heimilislaust flóttafólk,“ skrifaði hún. Framsókn bæri ábyrgð á lögum sem hefðu lögfest kerfisbundinn rasisma, jaðarsetningu og ofbeldi í garð flóttafólks. „Lög sem réttlæta meðferðina á Hussein Hussein, lög sem vernda ekki þolendur mansals eins og Blessing, Mary og Esther. Lög sem gerðu yfirvöldum kleift að neita Yazan Tamimi um vernd og réttlæta ríkisofbeldið í garð hans og fjölskyldu hans.“ Ekki sýnt Palestínu neinn áhuga Þá nefnir Sema sérstaklega að síðasta ríkisstjórn hafi aldrei tekið afstöðu til þjóðarmorðsins á Gaza né Framsókn gert með neinum markvissum hætti. „Flokkurinn hefur, eins og aðrir stjórnarflokkar, sýnt algjört áhuga- og aðgerðaleysi þegar kemur þjóðernishreinsunum, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni í Palestínu og er þar af leiðandi samsekur í þjóðarmorði. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og félaga frystu til dæmis greiðslur til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað grípa til neinna aðgerða til þess að hafa áhrif á framferði ísraelskra stjórnvalda. Þau hafa ekki einu sinni verið til í samtal um það,“ skrifar hún í færslunni. Sama ríkisstjórn hafi ekkert gert til þess að koma Palestínufólki með dvalarleyfi á Íslandi undan þjóðarmorði á Gaza fyrr en almenningur hafi farið og sótt fólk. Nú síðast hafi ríkisstjórnin breytt útlendingalögum á þann veg að nú þurfi Palestínufólk að bíða í tvö ár frá því það fær vernd á Íslandi til þess að geta sótt um fjölskyldusameiningu á Íslandi. „Verk síðustu ára tala sínu máli“ Sigurður Ingi hafi ekki gert neinar athugasemdir við málflutning samráðherra síns, Bjarna Benediktssonar, um blöndum menningarheima. „Það er nákvæmlega ekkert við framferði Sigurðar Inga, ráðherra og þingfólks Framsóknarflokksins eða flokksins almennt, síðustu ár sem gefur til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð, eins og formaðurinn reynir nú að halda fram, korter í kosningar. Hvers konar málflutningur um slíkt er innihaldslaus og lítið annað en blekkingarleikur. Verk síðustu ára tala sínu máli. Það er þó rétt að sagan mun dæma hann, Framsóknarflokkinn og ríkisstjórn síðustu ára. Bara ekki eins og hann vonar,“ skrifar Sema að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira