Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 23:36 Sigurður Ingi segir að Framsókn sé flokkur mannúðar og mannvirðingar. Skjáskot/RÚV Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir. Umræðuþátturinn var í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Upphaflega spurningin sem var borin undir formennina var um málefni hælisleitenda, en umræðan þróaðist á köflum út í almenna umræðu um útlendingamál. Sumir formenn höfðu orð á því að þetta væri allt saman tengt. Vantar áherslu á inngildingu Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir að horfast þurfi í augu við það að með auknum fjölbreytileika í samfélaginu þurfi að leggja meiri áherslu á inngildingu, og raunverulegt öryggi fyrir íbúa samfélagsins óháð uppruna. Tungumálakennsla og aðlögun, þetta hangi allt saman. „Þessi umræða er náttúrulega angi af stærri umræðu sem hefur verið vaxandi í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að hluta til snýst hún um það að það eru að verða miklar breytingar á samfélögunum. Það er fleira fólk á flótta undan stríðum, undan hungri, undan loftslagsvanda heldur en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni,“ segir Svandís. Svandís segir að leggja þurfi meiri áherslu á inngildingu, tungumálakennslu og aðlögun.Vísir „Við á Íslandi erum þátttakendur í því að bregðast við þessu rétt eins og aðrar þjóðir, við erum aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Svandís. Ríkisstjórnin misst stjórn á málaflokknum Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi misst stjórn á málaflokknum. Samfylkingin vilji nálgast málaflokkinn með mannúð að leiðarljósi, en líka skilvirkni á kerfunum og að við séum með sambærileg kerfi og löndin í kringum okkur. Hún telur að umræðan sem hefur verið hávær í samfélaginu um útlendingamál sé að sumu leyti eðlilegt viðbragð við mjög örum og hröðum breytingum í íslensku samfélagi. Síðast þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn hafi þetta varla verið málaflokkur. „Það reyndi svo ofboðslega lítið á þetta.“ Kristrún segir stjórnleysi hafa ríkt í málefnum hælisleitenda. Hún vill taka upp skilvirkara kerfi en þó með mannúðina að leiðarljósi.Vísir/Vilhelm Kristrún fór svo að tala um innflytjendur sem hingað koma frá Evrópu til þess að vinna. „Við höfum hins vegar séð núna til dæmis á tímabili þessarar ríkisstjórnar, að hlutfall fólks af erlendum uppruna hefur tvöfaldast, úr tíu prósentum í hátt í tuttugu prósent.“ Hún segir stóran hluta af breytingum undanfarinna ára vera hagvaxtardrifinn, fólk sé að flytja hingað vegna þess að hér séu sköpuð láglaunastörf sem Íslendingar hafa ekki áhuga á að sinna. Þetta fólk sé sannarlega með þarfir, það þurfi að fara inn á húsnæðismarkað og þurfi að sinna sínum heilbrigðismálum. Kristrún segir ákveðið stjórnleysi hafa ríkt í málefnum hælisleitenda, „vegna þess að kerfin hafa bara ekki fúnkerað sem skyldi, mikil bið, léleg málsmeðferð og kannski í sumum tilfellum ekki samræmi milli landa, en það er hægt að taka á þessu af festu,“ segir hún. Ættum frekar að horfa á útlendingavandamálið í túrismanum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að við ættum frekar að horfa á útlendingavandamálið sem er í túrismanum. Þórhildur Sunna segir að verið sé að teikna upp falska mynd af útlendingavandanum.Vísir Hér á landi búi um 70 þúsund manns af erlendum uppruna, og 1,5 prósent þeirra séu flóttamenn. „Hins vegar hafa sumir í þessum sal látið eins og þetta eina komma fimm prósent sé að ganga af öllum okkar innviðum dauðum. Og það auðvitað skiljanlega skapar áhyggjur og ótta ef fólk heldur að svo sé,“ segir Þórhildur. Hún segir að verið sé að teikna upp falska mynd. „Eigum við að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu?“ Sigmundur segir að hér eigi að vera sama stefna og Mette Frederiksen hefur verið með í Danmörku. Markmið hennar væri að enginn kæmi til Danmerkur til að sækja þar um hæli. „Það þýðir ekki að við eigum ekki að taka á móti fólki, en það er þá fólk sem að við bjóðum til okkar. Til að hjálpa þeim mest sem að er í mestri þörf fyrir hjálpina og gera það sem best,“ segir Sigmundur. Hann segir að umsóknum hafi fækkað, en ekki nógu mikið. „Þetta er eins og hraðablinda. Ef einhver er búinn að keyra alltof hratt, fer úr hundrað og sextíu niður í hundrað og þrjátíu, og heldur að hann sé orðinn bara rólegur.“ Ennþá séu mörg hundruð manns að koma hingað, og hlutfallið sé ennþá mun hærra hér en á Norðurlöndunum. Sigmundur Davíð lítur til stefnu Mette Frederikssen í Danmörku í útlendingamálum.Vísir/Vilhelm „Við vorum kannski á tíu metra dýpi, en þó við séum á fimm metra dýpi þá þurfum við samt að komast upp,“ segir hann. Sigmundur Davíð segir að víglínan í Úkraínu hafi nokkurn veginn staðið í stað í tvö ár. „Eigum við að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu? Ég held að það sé ekki æskilegt fyrir framtíð þess lands,“ segir hann. Einnig þurfi að setja hlutina í samhengi. Þegar einn köttur frá Úkraínu kostar yfir 3 milljónir króna, sé það áminning um að setja þurfi hlutina í samhengi. Evrópa ráði ekki við flóttamannavandann Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að Evrópa ráði ekki við flóttamannavandann og ekki Norðurlöndin heldur. Svíar hafi gert mikil mistök á sínum tíma. „Svíar sem ætluðu að sýna mannúð og gæsku og trúðu því að þeir gætu hjálpað þeim að aðlagast samfélaginu, það klúðraðist gjörsamlega,“ segir hann. „Og nú er verið að skella í lás um alla Evrópu, og það er verið að skipta um ríkisstjórnir um alla Evrópu, vegna þess að fólk sættir sig ekki við það sem það horfir upp á. Bjarni Benediktsson ræddi málefni hælisleitenda við aðra forsætisráðherra Norðurlandanna á Norðurlandaráðsþingi á dögunum.Vísir/Vilhelm Það þarf að ræða það í íslenskri pólitík, að fólk sem er hér með tímabundið dvalarleyfi og brýtur lög, að það eigi að fara úr landi. Það eru ekki allir sammála því einu sinni. Eða að fólk sem hefur fengið nei, það geti ekki gengið frjálst hérna um í samfélaginu, nei fólk er líka ósammála því,“ segir Bjarni. Inngildingin hafi klikkað Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar segir að taka eigi vel á móti fólki, inngildingin hafi klikkað hér af því að innviðir hafi ekki verið byggðir upp á Íslandi. „Þetta er fólk sem er að flýja stríð og fleira, og það vill vera partur af íslensku samfélagi ... Sameinumst nú um það að reyna að komast út úr þessu og sameinast um skynsama löggjöf í takti við Evrópu og Norðurlöndin, ég er alveg til í það,“ segir Þorgerður. Þorgerður vill skynsama löggjöf í takt við Norðurlöndin og Evrópu.Vísir/Vilhelm Hún segir mikilvægt að tala af virðingu og væntumþykju um fólkið sem hingað leiti til lands. Hún óttast að fordómar í samfélaginu fari að aukast „út af þessu sulli sem þeir [Bjarni og Sigmundur] eru að draga fram“ og segir það raunar hafa gerst. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók þá til máls og virtist lesa ræðu af blaði. Hann sagði það hafa verið augljóst í langan tíma hvað Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, og núna Samfylkingin væru hörð í útlendingamálum. „Og ég segi bara, eigum við bara að láta eins og svokölluð útlendingamál séu eitthvað stórkostlegt vandamál á Íslandi? Eitthvað stórkostlegt? Þegar að kostnaðurinn við þetta er rúmlega eitt prósent af ríkisfjármálunum, og fer hratt lækkandi?“ sagði Sigurður Ingi. „Er það markið, hvað er vandamálið, er vandamálið að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku!“ sagði Sigurður og virtist heitt í hamsi. Hann segir það vekja furðu hvernig fólk sem tali endalaust um íslensk gildi, íslenska sögu og annað slíkt, vilji ekki setja krónu í menningu og listir. „Ég ætla að segja að mér sé nokkuð brugðið af þessari umræðu sem að hér fer fram í kvöld,“ sagði Sigurður.Vísir/Vilhelm „Er vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum. Eflum löggæsluna. Förum í það sem að skiptir máli. Ekki grauta öllu saman eins og búið er að gera hér í kvöld og síðustu mánuði í umræðunni.“ Sigurður Ingi segist skammast sín fyrir það hvernig íslensk stjórnvöld lokuðu landinu fyrir gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. „Ætlum við að láta söguna fara sömu orðum um okkur?“ „Mér finnst þetta virðingarleysi fyrir fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar. Það er stríð í Evrópu, það er stríð í Palestínu.Og hvað eigum við að gera, loka augunum? Loka eyrunum? Sitja þegjandi hjá?“ Hann segir að ef þessar kosningar eiga að snúast um útlendingamál, þurfi að ræða staðreyndir en ekki „róta í drullupottum.“ „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Sigurður segir að Framsókn sé flokkur mannúðar og mannvirðingar, og ef flokkurinn tapar fylgi á því að vera það verði svo að vera. Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Umræðuþátturinn var í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Upphaflega spurningin sem var borin undir formennina var um málefni hælisleitenda, en umræðan þróaðist á köflum út í almenna umræðu um útlendingamál. Sumir formenn höfðu orð á því að þetta væri allt saman tengt. Vantar áherslu á inngildingu Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir að horfast þurfi í augu við það að með auknum fjölbreytileika í samfélaginu þurfi að leggja meiri áherslu á inngildingu, og raunverulegt öryggi fyrir íbúa samfélagsins óháð uppruna. Tungumálakennsla og aðlögun, þetta hangi allt saman. „Þessi umræða er náttúrulega angi af stærri umræðu sem hefur verið vaxandi í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að hluta til snýst hún um það að það eru að verða miklar breytingar á samfélögunum. Það er fleira fólk á flótta undan stríðum, undan hungri, undan loftslagsvanda heldur en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni,“ segir Svandís. Svandís segir að leggja þurfi meiri áherslu á inngildingu, tungumálakennslu og aðlögun.Vísir „Við á Íslandi erum þátttakendur í því að bregðast við þessu rétt eins og aðrar þjóðir, við erum aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Svandís. Ríkisstjórnin misst stjórn á málaflokknum Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi misst stjórn á málaflokknum. Samfylkingin vilji nálgast málaflokkinn með mannúð að leiðarljósi, en líka skilvirkni á kerfunum og að við séum með sambærileg kerfi og löndin í kringum okkur. Hún telur að umræðan sem hefur verið hávær í samfélaginu um útlendingamál sé að sumu leyti eðlilegt viðbragð við mjög örum og hröðum breytingum í íslensku samfélagi. Síðast þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn hafi þetta varla verið málaflokkur. „Það reyndi svo ofboðslega lítið á þetta.“ Kristrún segir stjórnleysi hafa ríkt í málefnum hælisleitenda. Hún vill taka upp skilvirkara kerfi en þó með mannúðina að leiðarljósi.Vísir/Vilhelm Kristrún fór svo að tala um innflytjendur sem hingað koma frá Evrópu til þess að vinna. „Við höfum hins vegar séð núna til dæmis á tímabili þessarar ríkisstjórnar, að hlutfall fólks af erlendum uppruna hefur tvöfaldast, úr tíu prósentum í hátt í tuttugu prósent.“ Hún segir stóran hluta af breytingum undanfarinna ára vera hagvaxtardrifinn, fólk sé að flytja hingað vegna þess að hér séu sköpuð láglaunastörf sem Íslendingar hafa ekki áhuga á að sinna. Þetta fólk sé sannarlega með þarfir, það þurfi að fara inn á húsnæðismarkað og þurfi að sinna sínum heilbrigðismálum. Kristrún segir ákveðið stjórnleysi hafa ríkt í málefnum hælisleitenda, „vegna þess að kerfin hafa bara ekki fúnkerað sem skyldi, mikil bið, léleg málsmeðferð og kannski í sumum tilfellum ekki samræmi milli landa, en það er hægt að taka á þessu af festu,“ segir hún. Ættum frekar að horfa á útlendingavandamálið í túrismanum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að við ættum frekar að horfa á útlendingavandamálið sem er í túrismanum. Þórhildur Sunna segir að verið sé að teikna upp falska mynd af útlendingavandanum.Vísir Hér á landi búi um 70 þúsund manns af erlendum uppruna, og 1,5 prósent þeirra séu flóttamenn. „Hins vegar hafa sumir í þessum sal látið eins og þetta eina komma fimm prósent sé að ganga af öllum okkar innviðum dauðum. Og það auðvitað skiljanlega skapar áhyggjur og ótta ef fólk heldur að svo sé,“ segir Þórhildur. Hún segir að verið sé að teikna upp falska mynd. „Eigum við að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu?“ Sigmundur segir að hér eigi að vera sama stefna og Mette Frederiksen hefur verið með í Danmörku. Markmið hennar væri að enginn kæmi til Danmerkur til að sækja þar um hæli. „Það þýðir ekki að við eigum ekki að taka á móti fólki, en það er þá fólk sem að við bjóðum til okkar. Til að hjálpa þeim mest sem að er í mestri þörf fyrir hjálpina og gera það sem best,“ segir Sigmundur. Hann segir að umsóknum hafi fækkað, en ekki nógu mikið. „Þetta er eins og hraðablinda. Ef einhver er búinn að keyra alltof hratt, fer úr hundrað og sextíu niður í hundrað og þrjátíu, og heldur að hann sé orðinn bara rólegur.“ Ennþá séu mörg hundruð manns að koma hingað, og hlutfallið sé ennþá mun hærra hér en á Norðurlöndunum. Sigmundur Davíð lítur til stefnu Mette Frederikssen í Danmörku í útlendingamálum.Vísir/Vilhelm „Við vorum kannski á tíu metra dýpi, en þó við séum á fimm metra dýpi þá þurfum við samt að komast upp,“ segir hann. Sigmundur Davíð segir að víglínan í Úkraínu hafi nokkurn veginn staðið í stað í tvö ár. „Eigum við að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu? Ég held að það sé ekki æskilegt fyrir framtíð þess lands,“ segir hann. Einnig þurfi að setja hlutina í samhengi. Þegar einn köttur frá Úkraínu kostar yfir 3 milljónir króna, sé það áminning um að setja þurfi hlutina í samhengi. Evrópa ráði ekki við flóttamannavandann Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að Evrópa ráði ekki við flóttamannavandann og ekki Norðurlöndin heldur. Svíar hafi gert mikil mistök á sínum tíma. „Svíar sem ætluðu að sýna mannúð og gæsku og trúðu því að þeir gætu hjálpað þeim að aðlagast samfélaginu, það klúðraðist gjörsamlega,“ segir hann. „Og nú er verið að skella í lás um alla Evrópu, og það er verið að skipta um ríkisstjórnir um alla Evrópu, vegna þess að fólk sættir sig ekki við það sem það horfir upp á. Bjarni Benediktsson ræddi málefni hælisleitenda við aðra forsætisráðherra Norðurlandanna á Norðurlandaráðsþingi á dögunum.Vísir/Vilhelm Það þarf að ræða það í íslenskri pólitík, að fólk sem er hér með tímabundið dvalarleyfi og brýtur lög, að það eigi að fara úr landi. Það eru ekki allir sammála því einu sinni. Eða að fólk sem hefur fengið nei, það geti ekki gengið frjálst hérna um í samfélaginu, nei fólk er líka ósammála því,“ segir Bjarni. Inngildingin hafi klikkað Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar segir að taka eigi vel á móti fólki, inngildingin hafi klikkað hér af því að innviðir hafi ekki verið byggðir upp á Íslandi. „Þetta er fólk sem er að flýja stríð og fleira, og það vill vera partur af íslensku samfélagi ... Sameinumst nú um það að reyna að komast út úr þessu og sameinast um skynsama löggjöf í takti við Evrópu og Norðurlöndin, ég er alveg til í það,“ segir Þorgerður. Þorgerður vill skynsama löggjöf í takt við Norðurlöndin og Evrópu.Vísir/Vilhelm Hún segir mikilvægt að tala af virðingu og væntumþykju um fólkið sem hingað leiti til lands. Hún óttast að fordómar í samfélaginu fari að aukast „út af þessu sulli sem þeir [Bjarni og Sigmundur] eru að draga fram“ og segir það raunar hafa gerst. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók þá til máls og virtist lesa ræðu af blaði. Hann sagði það hafa verið augljóst í langan tíma hvað Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, og núna Samfylkingin væru hörð í útlendingamálum. „Og ég segi bara, eigum við bara að láta eins og svokölluð útlendingamál séu eitthvað stórkostlegt vandamál á Íslandi? Eitthvað stórkostlegt? Þegar að kostnaðurinn við þetta er rúmlega eitt prósent af ríkisfjármálunum, og fer hratt lækkandi?“ sagði Sigurður Ingi. „Er það markið, hvað er vandamálið, er vandamálið að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku!“ sagði Sigurður og virtist heitt í hamsi. Hann segir það vekja furðu hvernig fólk sem tali endalaust um íslensk gildi, íslenska sögu og annað slíkt, vilji ekki setja krónu í menningu og listir. „Ég ætla að segja að mér sé nokkuð brugðið af þessari umræðu sem að hér fer fram í kvöld,“ sagði Sigurður.Vísir/Vilhelm „Er vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum. Eflum löggæsluna. Förum í það sem að skiptir máli. Ekki grauta öllu saman eins og búið er að gera hér í kvöld og síðustu mánuði í umræðunni.“ Sigurður Ingi segist skammast sín fyrir það hvernig íslensk stjórnvöld lokuðu landinu fyrir gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. „Ætlum við að láta söguna fara sömu orðum um okkur?“ „Mér finnst þetta virðingarleysi fyrir fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar. Það er stríð í Evrópu, það er stríð í Palestínu.Og hvað eigum við að gera, loka augunum? Loka eyrunum? Sitja þegjandi hjá?“ Hann segir að ef þessar kosningar eiga að snúast um útlendingamál, þurfi að ræða staðreyndir en ekki „róta í drullupottum.“ „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Sigurður segir að Framsókn sé flokkur mannúðar og mannvirðingar, og ef flokkurinn tapar fylgi á því að vera það verði svo að vera.
Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira