Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

Taka fyrir 25 af 70 um­sóknum um ríkis­borgara­rétt

Þing­flokkar hafa náð saman um að taka fyrir 25 af 70 um­sóknum um ríkis­borgara­rétt sem Al­þingi hefur borist. Því virðist búið að ná sam­komu­lagi um öll at­riði í þing­loka­samningum sem þýðir að þing­lokin ættu að ganga smurt fyrir sig. Þingið klárast í kvöld eða í fyrra­málið.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám

Þó þing­flokkar hafi náð saman um heildarra­mma þing­loka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er veiting ríkis­borgara­réttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þing­lok í al­gert upp­nám.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu gælu­­dýr úkraínskra flótta­manna koma til landsins í dag

Tekið verður á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar á Kjalarnesi í dag. Hundarnir tveir eru fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti en von er á fleiri dýrum á komandi vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ungt félagshyggjufólk um allan heim fordæmir fjöldabrottvísanir

Alþjóðasamtök ungliðahreyfinga jafnaðar- og félagshyggjuflokka (IUSY) fordæma fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir flóttafólks á Íslandi. Neyðarályktun þess efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á heimsþingi IUSY sem fór fram í höfuðborg Albaníu dagana 2.-4. júní.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­varpi Jóns frestað fram á haust

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um líf sitt verði þau send til Grikk­lands

Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir skýringar ráð­herra á laga­grund­velli brott­vísana villandi

Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna.

Innlent
Fréttamynd

„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði

Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda.

Innlent
Fréttamynd

Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar

Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 

Innlent
Fréttamynd

Rang­færslur ráð­herra

Í viðtali í Morgunútvarpinu í gær, þann 24. maí 2022, fór Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, með ýmsar rangfærslur varðandi fyrirhugaða fjöldabrottvísun flóttafólks sem fjallað hefur verið um í fréttum upp á síðkastið.

Skoðun