Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2023 13:03 Húsnæðið og heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem verður notuð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira