Aðeins barnlausum og heilbrigðum fullorðnum neitað um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2022 07:31 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ákvæði í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga er varðar niðurfellingu á heilbrigðisþjónustu mun eingöngu koma til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga sem dvelja hér ólöglega og neita að yfirgefa landið. Þetta kemur fram í athugasemdum dómsmálaráðuneytisins við umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Embætti landlæknis var einn umsagnaraðila og gerði meðal annars athugasemd við að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta félli niður 30 dögum frá endanlegri synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Í athugasemd ráðuneytisins segir hins vegar að umrætt ákvæði heimili ekki að fella niður réttindi tiltekinna einstaklinga, það er að segja barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlegra veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. „Þá gerir ákvæðið ráð fyrir að heimilt sé að fresta niðurfellingu réttinda ef það telst nauðsynlegt vegna sanngimissjónarmiða hafi viðkomandi sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið. Framangreindar undanþágur eiga þó ekki við þegar umsækjandi er ríkisborgari EES- og EFTA-ríkis, sbr. 8. mgr. 33. gr. gildandi laga um útlendinga, eða kemur frá ömggu upprunaríki og umsókn hans var talin bersýnilega tilhæfiilaus í skilningi laganna,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Umrætt ákvæði komi þannig eingöngu til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga, sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl og neita samvinnu við stjórnvöld við framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. „Í því samhengi áréttar ráðuneytið að einstaklingur í þessari stöðu á rétt á margvíslegri aðstoð frá stjómvöldum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu fargjalds og ferðastyrks og eftir atvikum enduraðlögunarstyrks sem getur numið allt að 450 þúsund krónum. Það verður að teljast eðlileg krafa að einstaklingur hlíti lögmætum ákvörðunum stjómvalda. Allir umræddir útlendingar hafa hlotið ítarlega meðferð mála sinna hjá stjómvöldum og notið aðstoðar löglærðs talsmanns í því ferli, talsmanns sem gætir hagsmuna og réttinda viðkomandi,“ segir ráðuneytið. Það segir einnig að það skjóti skökku við að útlendingur, sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd en neiti að virða ákvörðunina og komi í veg fyrir að hún komi til framkvæmda, njóti áfram þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveða á um, þar á meðal heilbrigðisþjónustu. Dómsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í athugasemdum dómsmálaráðuneytisins við umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Embætti landlæknis var einn umsagnaraðila og gerði meðal annars athugasemd við að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta félli niður 30 dögum frá endanlegri synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Í athugasemd ráðuneytisins segir hins vegar að umrætt ákvæði heimili ekki að fella niður réttindi tiltekinna einstaklinga, það er að segja barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlegra veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. „Þá gerir ákvæðið ráð fyrir að heimilt sé að fresta niðurfellingu réttinda ef það telst nauðsynlegt vegna sanngimissjónarmiða hafi viðkomandi sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið. Framangreindar undanþágur eiga þó ekki við þegar umsækjandi er ríkisborgari EES- og EFTA-ríkis, sbr. 8. mgr. 33. gr. gildandi laga um útlendinga, eða kemur frá ömggu upprunaríki og umsókn hans var talin bersýnilega tilhæfiilaus í skilningi laganna,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Umrætt ákvæði komi þannig eingöngu til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga, sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl og neita samvinnu við stjórnvöld við framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. „Í því samhengi áréttar ráðuneytið að einstaklingur í þessari stöðu á rétt á margvíslegri aðstoð frá stjómvöldum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu fargjalds og ferðastyrks og eftir atvikum enduraðlögunarstyrks sem getur numið allt að 450 þúsund krónum. Það verður að teljast eðlileg krafa að einstaklingur hlíti lögmætum ákvörðunum stjómvalda. Allir umræddir útlendingar hafa hlotið ítarlega meðferð mála sinna hjá stjómvöldum og notið aðstoðar löglærðs talsmanns í því ferli, talsmanns sem gætir hagsmuna og réttinda viðkomandi,“ segir ráðuneytið. Það segir einnig að það skjóti skökku við að útlendingur, sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd en neiti að virða ákvörðunina og komi í veg fyrir að hún komi til framkvæmda, njóti áfram þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveða á um, þar á meðal heilbrigðisþjónustu.
Dómsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira