Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2023 12:00 Heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemdir við ástnad húsnæðisins og brunavarnir eru sömuleiðis í ólagi. Sveitarstjóri segir erfitt fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Vísir Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03