Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 14:41 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira