Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 14:41 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent