Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 15:38 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty við undirritunina. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þ.m.t. íslenskunámi. Flóttafólkið kemur víða að Árborg hefur síðastliðin ár verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og meðal annars tekið á móti flóttamönnum sem stjórnvöld hafa boðið til landsins, auk þess að vera þátttakendur í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks sem hófst árið 2021. Flóttafólk sem sest hefur að í Árborg hefur komið frá Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var í dag mun Árborg sem fyrr segir taka á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023, þó aldrei færri en 50 manns. Fjölmenningarsetur er tengiliður milli ríkis og Árborgar og tengir flóttafólk við sveitarfélagið, auk þess að veita starfsfólki þess faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Guðmundur Ingi segir Árborg hafa tekið myndarlega á móti fólki á flótta og búa yfir mikilvægri reynslu af móttöku flóttamanna. „Nýju samningarnir sýna ríkan vilja sveitarfélagsins til að hlúa að flóttafólki í neyð. Ég óska Árborg og íbúum sveitarfélagsins hjartanlega til hamingju.“ Þá segir Fjóla Steindóra að móttaka flóttafólks í Árborg hafi gengið afar vel en með undirritun samnings við ríkið vilji sveitarfélagið tryggja farsæla móttöku og aðlögun flóttafólks og barna. „Það er ánægjuefni að samningurinn sé í höfn en hann mun stuðla að samfelldri og jafnri þjónustu en það er mikilvægt að flóttafólk fái jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu sem fyrst.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Árborg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tölum út frá staðreyndum Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum. 12. október 2022 08:00 Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Reykjavík hefur opinn faðm Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. 20. mars 2022 10:00 Móttaka fyrir flóttamenn í Mosfellsbæ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var í gær viðstaddur formlega móttöku flóttafólks frá Kenía í Mosfellsbæ. Fólkið er hluti af 25 manna hópi sem kom til landsins 12. september síðastliðinn. 7. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Sjá meira
Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þ.m.t. íslenskunámi. Flóttafólkið kemur víða að Árborg hefur síðastliðin ár verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og meðal annars tekið á móti flóttamönnum sem stjórnvöld hafa boðið til landsins, auk þess að vera þátttakendur í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks sem hófst árið 2021. Flóttafólk sem sest hefur að í Árborg hefur komið frá Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var í dag mun Árborg sem fyrr segir taka á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023, þó aldrei færri en 50 manns. Fjölmenningarsetur er tengiliður milli ríkis og Árborgar og tengir flóttafólk við sveitarfélagið, auk þess að veita starfsfólki þess faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Guðmundur Ingi segir Árborg hafa tekið myndarlega á móti fólki á flótta og búa yfir mikilvægri reynslu af móttöku flóttamanna. „Nýju samningarnir sýna ríkan vilja sveitarfélagsins til að hlúa að flóttafólki í neyð. Ég óska Árborg og íbúum sveitarfélagsins hjartanlega til hamingju.“ Þá segir Fjóla Steindóra að móttaka flóttafólks í Árborg hafi gengið afar vel en með undirritun samnings við ríkið vilji sveitarfélagið tryggja farsæla móttöku og aðlögun flóttafólks og barna. „Það er ánægjuefni að samningurinn sé í höfn en hann mun stuðla að samfelldri og jafnri þjónustu en það er mikilvægt að flóttafólk fái jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu sem fyrst.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Árborg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tölum út frá staðreyndum Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum. 12. október 2022 08:00 Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Reykjavík hefur opinn faðm Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. 20. mars 2022 10:00 Móttaka fyrir flóttamenn í Mosfellsbæ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var í gær viðstaddur formlega móttöku flóttafólks frá Kenía í Mosfellsbæ. Fólkið er hluti af 25 manna hópi sem kom til landsins 12. september síðastliðinn. 7. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Sjá meira
Tölum út frá staðreyndum Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum. 12. október 2022 08:00
Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22
Reykjavík hefur opinn faðm Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. 20. mars 2022 10:00
Móttaka fyrir flóttamenn í Mosfellsbæ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var í gær viðstaddur formlega móttöku flóttafólks frá Kenía í Mosfellsbæ. Fólkið er hluti af 25 manna hópi sem kom til landsins 12. september síðastliðinn. 7. nóvember 2019 10:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“