Samkeppnismál

Fréttamynd

Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans

Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afskráðu ePóst án samþykkis

Íslandspóstur ohf. afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkaup hafa kært kaup Haga á Olís til áfrýjunarnefndar

Krefst matvörukeðjan aðallega að ákvörðunin verði felld úr gildi og kaupin ógilt en til vara að áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákveði að binda kaupin frekari skilyrðum og takmörkunum, einkum er varða möguleika sameinaðs félags til þess að vaxa á sviði dagvörumarkaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air

Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Ice­landair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja rannsókn Samkeppniseftirlitsins ólögmæta

Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uggandi yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.

Innlent
Fréttamynd

Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum

Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða.

Innlent